Flugfarþegi um borð segir í samtali við fréttastofu að atvikið hafi virkað alvarlegt. Einstaklingurinn sem veiktist sé flogaveikur og honum hafi verið gefin sprauta. Það hafi þó ekki dugað til.
Læknir var um borð í vélinni sem hlúði að farþeganum og gaf honum súrefni í lendingu. Einstaklingurinn er sagður hafa verið meðvitundarlítill þar til lent var í Skotlandi og flugfarþegar voru nokkuð slegnir. Ekki er vitað hver líðan sjúklingsins er að svo stöddu.
