Hársbreidd frá þriðja úrslitaleiknum á jafn mörgum árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 13:45 Patrick Mahomes hefur stigið upp þegar liðið hefur á leiktíðina. Jamie Squire/Getty Images Eftir hreint út sagt ótrúlegan sigur á Buffalo Bills eru Patrick Mahomes og liðsfélagar hans í Kansas City Chiefs aðeins einum leik frá þriðja úrslitaleiknum í röð. Báðir undanúrslitaleikir NFL-deildarinnar verða sýndir beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Þann 14. febrúar – á Valentínusardaginn sjálfan – fer leikurinn um hina margrómuðu Ofurskál fram. Síðustu tvö tímabil hefur Mahomes stýrt liði sínu til úrslita og nú gæti hann gert slíkt hið sama þriðja árið í röð. It's AFC Championship week. pic.twitter.com/GygsjrXuLu— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 27, 2022 Chiefs og Buffalo Bills mættust í 8-liða úrslitum NFL-deildarinnar í leik sem fer í sögubækurnar. Höfðingjarnir frá Kansas virtust hafa kastað frá sér sigrinum þegar Bills komst yfir með 13 sekúndur eftir á klukkunni. Einhvern veginn tókst Chiefs að jafna metin þökk sé vallarmarki hins sparkvissa Harrison Butker. Skoraði hann alls 12 stig í ótrúlegum sex stiga sigri Chiefs, lokatölur 42-36 eftir framlengdan leik. Chiefs hóf tímabilið illa og tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum, þar á meðal gegn Bengals. Útherjinn Ja‘Marr Chase gjörsamlega jarðaði Chiefs í þeim leik en hann skoraði þrjú snertimörk í 18 stiga sigri Bengals, lokatölur þá 38-20. Mahomes og félögum tókst að snúa dæminu við eftir slaka byrjun og liðið hefur nú unnið 14 af 19 leikjum sínum til þessa. Bengals hafa á sama tíma unnið 12 leiki og tapað 7 en treysta á að endurtaka leikinn frá leik liðanna þann 11. október á síðasta ári. Two of the most electrifying offensive duos in football.You taking @tkelce and @cheetah, or @Real10jayy__ and @teehiggins5? : #CINvsKC -- Sunday 3pm ET on CBS : NFL app pic.twitter.com/oHV6XHNV8E— NFL (@NFL) January 30, 2022 Klukkan 20.00 mætast Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 23.30 er leikur Los Angeles Rams og San Francisco 49ers í hinni undanúrslitaviðureigninni á dagskrá. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira
Þann 14. febrúar – á Valentínusardaginn sjálfan – fer leikurinn um hina margrómuðu Ofurskál fram. Síðustu tvö tímabil hefur Mahomes stýrt liði sínu til úrslita og nú gæti hann gert slíkt hið sama þriðja árið í röð. It's AFC Championship week. pic.twitter.com/GygsjrXuLu— Kansas City Chiefs (@Chiefs) January 27, 2022 Chiefs og Buffalo Bills mættust í 8-liða úrslitum NFL-deildarinnar í leik sem fer í sögubækurnar. Höfðingjarnir frá Kansas virtust hafa kastað frá sér sigrinum þegar Bills komst yfir með 13 sekúndur eftir á klukkunni. Einhvern veginn tókst Chiefs að jafna metin þökk sé vallarmarki hins sparkvissa Harrison Butker. Skoraði hann alls 12 stig í ótrúlegum sex stiga sigri Chiefs, lokatölur 42-36 eftir framlengdan leik. Chiefs hóf tímabilið illa og tapaði þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum, þar á meðal gegn Bengals. Útherjinn Ja‘Marr Chase gjörsamlega jarðaði Chiefs í þeim leik en hann skoraði þrjú snertimörk í 18 stiga sigri Bengals, lokatölur þá 38-20. Mahomes og félögum tókst að snúa dæminu við eftir slaka byrjun og liðið hefur nú unnið 14 af 19 leikjum sínum til þessa. Bengals hafa á sama tíma unnið 12 leiki og tapað 7 en treysta á að endurtaka leikinn frá leik liðanna þann 11. október á síðasta ári. Two of the most electrifying offensive duos in football.You taking @tkelce and @cheetah, or @Real10jayy__ and @teehiggins5? : #CINvsKC -- Sunday 3pm ET on CBS : NFL app pic.twitter.com/oHV6XHNV8E— NFL (@NFL) January 30, 2022 Klukkan 20.00 mætast Kansas City Chiefs og Cincinnati Bengals. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Klukkan 23.30 er leikur Los Angeles Rams og San Francisco 49ers í hinni undanúrslitaviðureigninni á dagskrá. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Sjá meira