Innlent

„Hve­nær hættir sjúk­dómur að vera hættu­legur?“

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ragnar Freyr er fyrrverandi yfirlæknir á Covid göngudeild Landspítala.
Ragnar Freyr er fyrrverandi yfirlæknir á Covid göngudeild Landspítala. Vísir/Vilhelm

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir segir stöðuna hér á landi hafa gjörbreyst síðan Omikron-afbrigði kórónuveirunnar greindist fyrst hér á landi fyrir tæpum tveimur mánuðum. Í pistli á Facebook spyr hann hvenær hægt verði að tala um veiruna sem ógn við almannaheill.

Ragnar Freyr hefur tjáð sig mikið um faraldurinn og stöðu spítalans. Hann komst meðal annars í fréttir fyrir að koma fram með þá hugmynd að hætta því sýnatökufyrirkomulagi sem þá var viðhaft þegar svo margir greindust daglega.

Þá mætti hann Tómasi Guðbjartssyni lækni í Pallborðinu hér á Vísi þar sem þeir tókust á um málin. Þar gagnrýndi Ragnar ýmsar takmarkanir sem hann efaðist um að gagnaðist og kallaði eftir raunhæfari markmiðum, sérstaklega í því ljósi að kostnaður vegna takmarkanna síðsutu tvör ár sé mjög mikill.

Í pistli á Facebook síðu sinni sem birtist í dag veltir Ragnar Freyr því fyrir sér hvort orðið hafi straumhvörf í kórónuveirufaraldrinum á Íslandi.

Hann segir að á þeim tæpu tveimur mánuðum sem tekist hafi verið á við Omikron-afbrigðið hér á landi hafi tugþúsundir smitast og um hundrað lagst inn, helmingur vegna sjúkdómsins en hinn vegna annarra vandamála. Einkenni hafi verið væg og enginn lagst inn á gjörgæslu.

„Maður hlýtur þá að spyrja sig hvenær hægt er að tala um eitthvað sem ógn við almannaheill? Hvenær hættir sjúkdómur að vera hættulegur?“

Nýjar takmarkanir tóku gildi hér á landi á miðnætti á föstudag. Ýmsir hafa talað fyrir því að fara ætti hraðar í takmarkanir og meðal annars lýstu samtök fyrirtækja á veitingamarkaði yfir vonbrigðum með hversu skammt var gengið í afléttinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×