Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 07:57 Skólastjórnendur setja samkynhneigð undir sama hatt og barna- og dýraníð. Google Maps Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá. Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá.
Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira