Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 07:57 Skólastjórnendur setja samkynhneigð undir sama hatt og barna- og dýraníð. Google Maps Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá. Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Átján létust í troðningi Erlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Sjá meira
Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá.
Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið Hver einasta mínúta skipti máli Innlent Fundarstjóri umdeilds fundar svarar „grófum ásökunum“ Innlent Fangaverðir uggandi yfir stöðu geðheilbrigðisþjónustu Innlent Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Átján létust í troðningi Erlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Sjá meira