Aðgerðir stjórnvalda í trássi við sóttvarnalög Snorri Másson skrifar 31. janúar 2022 12:02 Sigríður Andersen, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir ákvörðun stjórnvalda um að aflétta ekki takmörkunum að fullu í síðustu viku ekki standast lög. Nú beri ekki brýna nauðsyn til að vernda líf og heilsu manna. Um 800 tilfelli greindust í gær og í fyrradag. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokknum lýsti í síðustu viku efasemdum sínum um að svo harðar takmarkanir sem þá voru í gildi stæðust lög. Nú tekur Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra í sama streng og gengur lengra. „Mér þykir blasa við að sá lagaáskilnaður sem kemur fram í sóttvarnalögum eins og þeim var breytt fyrir ári síðan, til að hnykkja á því grundvallaratriði að ekki sé gripið til svona aðgerða nema brýna nauðsyn beri til að vernda líf og heilsu manna, það skilyrði sé ekki fyrir hendi í dag,“ segir Sigríður. En svona að því leyti að því megi halda fram að nauðsyn þess að halda sjúkrahúskerfinu í horfinu sé sjónarmið sem þá rökstyðji að verið sé að vernda líf og heilsu manna? „Nei, ég tel nú að þessi lagaáskilnaður lúti bara að aðgerðum til að koma beint í veg fyrir útbreiðslu smita.“ Færri smit hafa verið að greinast undanfarna daga, sem ber þó ekki að skilja þannig að tilfellum fækki - þetta kann að stafa af því að af ýmsum ástæðum eru einfaldlega færri að fara í sýnatöku. „Ég hélt því fram fljótlega í upphafi þessa faraldurs að það yrði erfitt fyrir fólk að snúa úr þessu ástandi. Það er bara kannski í mannlegu eðli. En nú tel ég að keyri um þverbak, þessi þráhyggja fyrir þessum aðgerðum, og menn þurfa að líta á þetta frá víðara samhengi,“ segir Sigríður. Fundur hófst á tólfta tímanum hjá farsóttarnefnd sjúkrahússins, þar sem er til umræðu að færa spítalann af neyðarstigi og niður á óvissustig. Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir Covid-göngudeildarinnar, veltir því upp á Facebook hvort straumhvörf séu að verða í faraldrinum - spurningin hljóti að vera sú hvort hætta beri að líta á Covid-19 sem ógn við almannaheill.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18 Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20 Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Sjá meira
Óttast að ríkið gæti verið bótaskylt dragist afléttingar á langinn Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að forsendur fyrir núgildandi takmörkunum séu brostnar og mikilvægt sé að aflétta þeim sem fyrst. Þingmaður Viðreisnar telur mögulegt að ríkið gæti verið að kalla yfir sig bótaskyldu ef ekki verður aflétt tiltölulega hratt. 26. janúar 2022 19:18
Lögin skýr um að það beri að aflétta þegar forsendurnar eru brostnar Fjármálaráðherra segir að heilbrigðisráðherra beri skylda til að líta til fleiri þátta heldur en sóttvarnalæknir telur upp þegar kemur að takmörkunum. Hann bendir að þróunin sé jákvæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir, forsendur fyrri aðgerða séu brostnar, og því beri að aflétta. 24. janúar 2022 23:20
Forsendur harðra takmarkana séu brostnar Fjármálaráðherra telur forsendur fyrir hörðum samkomutakmörkunum brostnar. Í vikunni verði unnið að útfærslu afléttingaráætlunar. 23. janúar 2022 20:11