Helga Margrét vill 5. sætið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2022 15:06 Helga Margrét Marzellíusardóttir. Aðsend Helga Margrét Marzellíusardóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að Helga sé 33 ára, fædd á Ísafirði en hafi búið í Reykjavík í seinni tíð. „Helga er með bachelor gráðu í kórstjórn og söng frá Listaháskóla Íslands og er nú í mastersnámi í kórstjórn við Konunglega danska tónlistarháskólann. Helga er tónlistarkona og starfar sjálfstætt sem slík auk þess að starfa sem kórstjóri Hinsegin kórsins. Hún gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík,“ segir í tilkynningunni. Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Framboðstilkynning Helgu Margrétar: Þegar ég var ung að alast upp á Ísafirði voru Reykjavíkurferðir fátíðar og tilhlökkunarefni. Að alast upp fjarri höfuðborginni hefur mér þótt setja hlutverk borgarinnar í gangverki þjóðarinnar í ákveðið samhengi. Ég hef nú um tíma búið í þessari höfuðborg. Hér hef ég menntað mig sem tónlistarmaður, alið upp dætur mínar og stundað mína list undanfarin ár. Reykjavík er frábær en getur orðið betri, og mig langar að leggja mitt af mörkum þar. Mig langar að taka þátt í að skapa betri borg fyrir okkur öll. Vegna þess gef ég kost á mér í fimmta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Framundan eru spennandi tímar í Reykjavík. Borgin er að vaxa hratt og þrátt fyrir tilraunir núverandi meirihluta til að ýta fyrirtækjum og fólki yfir til nágranna sveitarfélaganna, vill fólk búa hér. Í því felast ónýtt tækifæri. Á næsta kjörtímabili vil ég sjá Sjálfstæðisflokkinn taka við stjórn borgarinnar og unga konu í borgarstjórastóli. Ég vil sjá flokkinn leggja áherslu á að koma leikskólamálum borgarinnar í rétt horf. Ég vil sjá borgina taka listakennslu í leik- og grunnskólastarfi alvarlega á ný og styðja af alvöru við starf tónlistarskóla. Ég vil sjá borgina taka hlutverk sitt sem einn stærsti einstaki eigandi fasteigna á Íslandi af festu. Og ég mun tryggja að borgin geri mannréttindabaráttu að forgangsatriði á borði, en ekki bara í orði. Höfuðborgin á að vera leiðandi í sköpun raunverulegra valkosta í samgöngum. Vettvangur nýsköpunar í menntamálum og menningu. Borgin á að taka hlutverki sínu sem höfuðborg alvarlega og vera stolt af því að þúsundir skuli sækja þjónustu þangað á hverjum degi. Til þess þarf að ljúka því stríði sem vinstri meirihlutinn hefur undanfarið háð gegn úthverfum borgarinnar og sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykjavík verður að vera höfuðborg allra.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira