Agla María skoraði en hinn nýliðinn fótbrotnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 14:01 Agla María Albertsdóttir í búningi BK Häcken en hún byrjaði vel í sínum fyrsta leik í honum. Instagram/@aglamariaalberts Það var draumur og martröð hjá nýliðum sænska úrvalsdeildarliðsins BK Häcken en liðin í sænska kvennaboltanum eru farin að undirbúa sig fyrir komandi tímabili. Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu. Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
Íslenska landsliðskonan Agla María Albertsdóttir þannig spilaði sinn fyrsta leik með Häcken um helgina þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Lidköping í æfingarleik. Agla María hefur farið á kostum í Pepsi Max deild kvenna undanfarin ár og hefur verið stoðsendingadrottning síðustu tvö sumur. Nú tók hún stóra skrefið út í atvinnumennsku og það er ekki hægt að karta yfir byrjuninni. View this post on Instagram A post shared by Rusul Rosa Kafaji (@rosakafaji) Agla María kom inn á sem varamaður og skoraði sjötta og síðasta mark leiksins fjórum mínútum fyrir leikslok. Algjör draumabyrjun hjá Öglu en að er ekki hægt að segja það sama um Rosu Kafaji sem var líka að spila sinn fyrsta leik með Häcken. Rosa er átján ára framherji og ein efnilegasta knattspyrnukona Svía en hún kom til Häcken frá AIK fyrir þetta tímabili. Rosa Kafaji skoraði reyndar fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu en lenti um leið í slæmu samstuði við markvörð Lidköping. Hún var borin af velli og seinna kom í ljós að hún hafi fótbrotnað. „Þetta er svo óraunverulegt en ég vissi alltaf að maður tekur áhættu með því að spila fótbolta,“ sagði Rosa í samtali við heimasíðu Häcken. View this post on Instagram A post shared by BK HA CKEN (@bkhackenofcl) Rosa fór strax í aðgerð en Häcken óttast það að hún gæti verið frá í átta til tíu mánuði. Gangi allt að óskum þá gæti hún náð síðustu leikjum tímabilsins. Häcken keypti Rosu frá AIK í desember fyrir sjö hundruð þúsund sænskar krónur sem er það mesta sem félagið hefur borgað fyrir sænskan leikmann en það eru rúmar níu og hálf milljón íslenskar krónur. Það er enginn uppgjafartónn í henni þrátt fyrir þetta mikla áfall. „Eitt er víst. Sigurvegari kemur alltaf til baka,“ sagði Rosa. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliðinu hjá Häcken í þessum leik og lagði upp mark annað markið en hún er að byrja sitt annað tímabil með liðinu.
Sænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira