Innlent

Skjálfti 3,7 á Vestur­landi skömmu eftir mið­nætti

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð um tíu kílómetra vestur af Oki, og um tuttugu kílómetra suðvestur af Húsafelli.
Skjálftinn varð um tíu kílómetra vestur af Oki, og um tuttugu kílómetra suðvestur af Húsafelli. Veðurstofan

Skjálfti 3,7 að stærð varð um tíu kílómetra vestur af Oki á Vesturlandi um fimm mínútur yfir miðnætti í nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi fundist vel í nágrenninu og á höuðborgarsvæðinu, en jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á þessum slóðum frá áramótum.

Skjálftinn varð á fjögurra kílómetra dýpi.

Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið, sá stærsti 2,7 klukkan 0:14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×