„Alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi í þessu samfélagi“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2022 17:36 „Kerfið er ekki eitthvað óbreytanlegt bákn eða skrímsli. Það er verið að reyna að breyta því stöðugt og styrkja það, bæta og bregðast við þeirri gagnrýni sem hefur komið,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Ummerki Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna. Fjallað var ítarlega um stöðuna í kynferðisbrotamálum og hvernig réttarkerfið tekur á þeim í Ummerkjum á Stöð 2, en sérfræðingar í málaflokknum eru allir á einu að gera þurfi verulegar úrbætur, ekki síst með tilliti til málsmeðferðartímans. „Það er alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi þessu samfélagi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Réttarstaða brotaþola mun lakari hér á landi Hildur Fjóla Antonsdóttir, nýdoktor í réttarfélagsfræði, hefur rannsakað réttarstöðu brotaþola hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Rannsókn hennar leiddi í ljós að réttarstöðu brotaþola á Íslandi er mun lakari en annars staða. Þannig eru brotaþolar hér til dæmis með stöðu vitnis í málinu og hafa lítinn sem engan rétt á að fá upplýsingar um mál sín. „Það helsta sem er ólíkt er hvort brotaþolar séu með stöðu í málum, hvort þeir séu aðilar að sakamálum. Hér á Íslandi eru brotaþolar ekki aðilar að sakamálum á meðan í Finnlandi til dæmis og einhverju leyti í Noregi hafa brotaþolar aðildarstöðu og flest aðildarréttindi. Þessi aðildarstaða skiptir töluverðu máli vegna þess að þá færðu allar upplýsingar um málið, bæði á rannsóknarstigi og í gegnum allan málsmeðferðarganginn. Ef þú ert ekki með aðild eða takmörkuð réttindi þá færðu mjög litlar upplýsingar eins og um gang lögreglurannsóknarinnar eða rétt til þess að sitja í dómsal ef málið fer fyrir dóm, né rétt til á að vita ef viðkomandi aðili er dæmdur fyrir brot. Sem brotaþoli hefurðu engan rétt á upplýsingum eins og afplánun eða hvort viðkomandi hafi lokið afplánun,“ segir Hildur Fjóla. Hildur Fjóla Antonsdóttir segir að réttarstaða brotaþolara sé mun lakari hér en á hinum Norðurlöndunum.Ummerki Hún segir að þetta komi fólki talsvert spánskt fyrir sjónir, enda telji flestir sem kæri til lögreglu að þeir eigi fullan rétt á upplýsingum um mál sem varði þeirra hagsmuni. „En svo er ekki. Það eru ákveðnar sögulegar skýringar á því. Ríkið hefur í rauninni tekið yfir þessi brot á hegningarlögum, það eru brot gegn ríkinu og samfélaginu fyrst og fremst og þannig er það skilgreint í lögum. Þannig að þegar þú kemur til lögreglu og kærir brot að þá lítur í raun lögregla og ákæruvald svo á að hér sé um að ræða brot gegn ríkinu og þá er það saksóknari sem fer með það mál og lögregla sem rannsakar það, og þú færð þá stöðu vitnis.“ Snerist fyrst og fremst um að bíða Sigríður Björk segir að vissulega mætti gera betur í þessum efnum. „Það hefur gríðarlega margt breyst um hvernig við til dæmis hugsum um aðilana. Þetta snýst ekki bara um að finna gerandann, auðvitað er það stóra málið og að rannsaka málið en það er líka hlustað öðruvísi á þolanda, sem áður kannski átti enga aðkomu og var lítill skilningur á aðstæðum þolanda. Fyrir kannski tíu árum var þetta þannig að þú kærðir mál, ef þú varst með öflugan réttargæslumann fékkstu kannski eitthvað að frétta, en í rauninni snerist þetta um það að bíða þangað til það kom bréf inn um lúguna kannski ári seinna eða lengra með þá annað hvort niðurfellingu eða kannski skýringu á því hvert framhaldið yrði,“ segir hún. Þingmaðurinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir starfaði sem saksóknari þar sem hún sinnti kynferðisbrotamálum að stórum hluta. „Brotalamirnar eru til dæmis þær að málin eru að fara of hægt í gegnum kerfið. Þetta er svona orð sem okkur er tamt að nota í alls konar samhengi, málsmeðferðartími, en þetta er raunverulegt vandamál í réttarkerfinu,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor, að manneskja, segjum ung kona, sem hefur orðið fyrir nauðgun og gerir það upp með sjálfri sér að hún vilji leggja fram kæru. Það er svo ofboðslega stór og mikil ákvörðun og það er mjög mikið átak að fara í það, að leggja upp í það ferli. Þá er það ofboðslega þungbært að þurfa að bíða í mjög langan tíma eftir því að sjá hverjar lyktir málsins verða. Fyrst eftir að hafa gefið skýrslu, sagt frá erfiðri og sárri reynslu, að þurfa þá að bíða í langan tíma eftir því að fá að vita hvort málið muni leiða til ákæru eða hvort málið verði fellt niður, síðan að bíða eftir því hvort málið fari fyrir dóm, dómur fellur, það er kannski áfrýjað - að þetta ferli sé jafnvel í árum talið. Á meðan held ég að það sé erfitt að gera svona reynslu upp þegar þetta hangir yfir. Þetta verður til þess að dómarnir eru mildaðir. Það eru dæmdar vægari refsingar heldur en dómstólar hefðu talið eðlilegt. Þannig að þessi málsmeðferðartími bitnar beinlínis á brotaþola í því samhengi.“ „Ég held að það væri til mikils unnið ef þetta væri ekki óyfirstíganleg brekka fyrir sakborninga að geta gengist við því að hafa framið kynferðisbrot,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.Ummerki Sigríður Björk segir að ekki sé hægt að neita því að biðin sé allt of löng. „Þegar ég horfi á það sem betur má fara þá er það þannig að það er mikill málaþungi. Það eru meiri líkur á mistökum. Málin taka alltof langan tíma. Það er klárlega það sem við getum bætt og reynum að bæta,“ segir Sigríður Björk. Gríðarlega mikilvægt að leita aðstoðar Upp undir áttatíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi - langoftast kynferðisofbeldi, að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, teymisstjóra Bjarkarhlíðar. Hún segir skipta höfuðmáli að fólk leiti sér aðstoðar, leiti til viðeigandi úrræða og vinni úr áföllunum. „Að kenna sér um eru náttúruleg viðbrögð við svona ofbeldi, í staðinn fyrir að ef einhver eyðileggur bílinn þinn eða keyrir á þig, að þá ertu aldrei að hugsa um þetta. Það sem gerist síðan þegar þú hefur einu sinni orðið fyrir ofbeldi og kannski ekki getað sagt frá því og ert ein með skömmina og vanlíðanina, að þá brotnar sjálfstraustið, sem gerir þig útsettari fyrir frekara ofbeldi. Það hefur í rauninni ekkert með þig að gera sem manneskju að þú verðir fyrir ofbeldi en það minnkar möguleikann á að þú getir komist í gegnum lífið, því miður, án þess að verða aftur fyrir ofbeldi. En við teljum að þegar þú ferð í viðtöl eða færð aðstoð að þá ertu alltaf að auka líkurnar á því að ná aftur stjórn á sjálfstraustinu og þínu lífi þannig að þetta gerist ekki aftur,“ segir Ragna. Ragna Björg Guðbrandsdóttir segir það skipta gríðarlegu máli að þolendur leiti sér aðstoðar og geri upp áföllin.Ummerki Hins vegar sé erfitt að segja til um það hvers vegna gerandi komist endurtekið upp með að brjóta á fólki. „Það er rosalega stór spurning. Að mínu mati eru þetta mál sem réttarvörslukerfið má gera betur í af því að við vitum að það er hátt hlutfall af málum sem fara ekki áfram í ákæruferli og eru felld niður. Miðað við það hvað eru mörg mál sem eru kærð að þá er þetta ekki gott hlutfall að því leiti að þetta er stór hópur af fólki sem er að fá þau skilaboð að þetta sé í lagi, eða eitthvað sem þú ert ekki að fara að taka ábyrgð á. Það er þannig að þó þú farir í skýrslutöku eða ef það er engin afleiðing - ekki skikkað í meðferð eða gert eitthvað, að þá er bara mjög líklegt að þessi manneskja haldi áfram og sérstaklega eftir því sem hún er yngri, sem hún brýtur fyrst af sér.“ Kynferðisbrot eru með alvarlegustu brotum sem fyrirfinnast í lögum, og koma næst á eftir manndrápi. Refsiramminn er sextán ár en hann hefur aldrei verið fullnýttur. „Það er svona gegnum gangandi á íslenskri refsipólitík að við erum nær norrænu fjölskyldunni þar heldur en til dæmis það sem hefur tíðkast í Bandaríkjunum. Það er að segja að refsingar eru oft í neðri mörkum en þær hafa þó verið að þyngjast töluvert líka á undanförnum árum og í dag held ég að algeng refsing fyrir nauðgun sé svona í kringum þriggja ára fangelsi, þó maður hafi séð einhver merki þess að það sé líka að breytast aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður. Lítill hvati til að játa brot sín Afar fáheyrt er að gerendur viðurkenni brot sín, líkt og Þorbjörg Sigríður og Hildur Fjóla komust að í rannsókn sem þær unnu á árunum 2008 og 2009. Af 189 kærðum kynferðibrotamálum voru játningarnar aðeins fjórar talsins. „Þetta er svona atriði sem ég hef dálítið hugsað um í samhengi við önnur brot, hvers vegna það er þannig að sakborningar geta ekki hugsað sér að játa þetta brot á sig. Af því að það gerist í öðrum brotaflokkum sem varða líka við þungar refsingar, þar sem menn jafnvel vita að þeir eigi yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi, að þeir játa sök. Hvað það er sérstaklega við þessi brot sem gerir það að verkum að menn geta ekki hugsað sér að gangast við þeim og hvort það sé eitthvað sem við getum náð fram samfélagslega með fræðslu, forvörnum, umræðunni, að ná því betur í gegn að það eigi við um þessi mál eins og öll önnur að með því að játa þau sé hægt að gera þau upp. Vinna þau á þann hátt að þeim sé lokið. Maður upplifir það sem algengt stef hjá brotaþolum að jafnvel þó að mál hafi endað með sakfellingardómi að þá vantar alltaf þetta að hafa fengið viðurkenninguna frá gerandanum, þar sem hann segir „Já, ég braut á þér. Já, ég sé hvað ég gerði,“ segir Þorbjörg. „Ég held að það væri til mikils unnið ef þetta væri ekki óyfirstíganleg brekka fyrir sakborninga að geta gengist við því að hafa framið kynferðisbrot.“ Hildur Fjóla tekur undir þetta og segir ekki beinlínis hvata í réttarkerfinu til þess að játa á sig brot, sérstaklega ekki alvarleg brot. „Það getur verið metið til refsilækkunar ef fólk játar en líkurnar á því að þú verðir dæmdur auðvitað aukast töluvert.“ Réttarkerfið ekki eitthvað skrímsli Sigríður Björk ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að hlusta á allar raddir. „Kerfið er ekki eitthvað óbreytanlegt bákn eða skrímsli. Það er verið að reyna að breyta því stöðugt og styrkja það, bæta og bregðast við þeirri gagnrýni sem hefur komið. Það er verið að hlusta á sérfræðingana og þolendur og verið að mæta breyttri heimsmynd með því að horfa betur á báða aðila. Það hefur heilmikið gerst í því,” segir Sigríður Björk. MeToo Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ummerki Tengdar fréttir „Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00 „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Fjallað var ítarlega um stöðuna í kynferðisbrotamálum og hvernig réttarkerfið tekur á þeim í Ummerkjum á Stöð 2, en sérfræðingar í málaflokknum eru allir á einu að gera þurfi verulegar úrbætur, ekki síst með tilliti til málsmeðferðartímans. „Það er alveg ljóst að það er of mikið af kynferðisofbeldi þessu samfélagi,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Sjá má brot úr þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Réttarstaða brotaþola mun lakari hér á landi Hildur Fjóla Antonsdóttir, nýdoktor í réttarfélagsfræði, hefur rannsakað réttarstöðu brotaþola hér á landi og á hinum Norðurlöndunum. Rannsókn hennar leiddi í ljós að réttarstöðu brotaþola á Íslandi er mun lakari en annars staða. Þannig eru brotaþolar hér til dæmis með stöðu vitnis í málinu og hafa lítinn sem engan rétt á að fá upplýsingar um mál sín. „Það helsta sem er ólíkt er hvort brotaþolar séu með stöðu í málum, hvort þeir séu aðilar að sakamálum. Hér á Íslandi eru brotaþolar ekki aðilar að sakamálum á meðan í Finnlandi til dæmis og einhverju leyti í Noregi hafa brotaþolar aðildarstöðu og flest aðildarréttindi. Þessi aðildarstaða skiptir töluverðu máli vegna þess að þá færðu allar upplýsingar um málið, bæði á rannsóknarstigi og í gegnum allan málsmeðferðarganginn. Ef þú ert ekki með aðild eða takmörkuð réttindi þá færðu mjög litlar upplýsingar eins og um gang lögreglurannsóknarinnar eða rétt til þess að sitja í dómsal ef málið fer fyrir dóm, né rétt til á að vita ef viðkomandi aðili er dæmdur fyrir brot. Sem brotaþoli hefurðu engan rétt á upplýsingum eins og afplánun eða hvort viðkomandi hafi lokið afplánun,“ segir Hildur Fjóla. Hildur Fjóla Antonsdóttir segir að réttarstaða brotaþolara sé mun lakari hér en á hinum Norðurlöndunum.Ummerki Hún segir að þetta komi fólki talsvert spánskt fyrir sjónir, enda telji flestir sem kæri til lögreglu að þeir eigi fullan rétt á upplýsingum um mál sem varði þeirra hagsmuni. „En svo er ekki. Það eru ákveðnar sögulegar skýringar á því. Ríkið hefur í rauninni tekið yfir þessi brot á hegningarlögum, það eru brot gegn ríkinu og samfélaginu fyrst og fremst og þannig er það skilgreint í lögum. Þannig að þegar þú kemur til lögreglu og kærir brot að þá lítur í raun lögregla og ákæruvald svo á að hér sé um að ræða brot gegn ríkinu og þá er það saksóknari sem fer með það mál og lögregla sem rannsakar það, og þú færð þá stöðu vitnis.“ Snerist fyrst og fremst um að bíða Sigríður Björk segir að vissulega mætti gera betur í þessum efnum. „Það hefur gríðarlega margt breyst um hvernig við til dæmis hugsum um aðilana. Þetta snýst ekki bara um að finna gerandann, auðvitað er það stóra málið og að rannsaka málið en það er líka hlustað öðruvísi á þolanda, sem áður kannski átti enga aðkomu og var lítill skilningur á aðstæðum þolanda. Fyrir kannski tíu árum var þetta þannig að þú kærðir mál, ef þú varst með öflugan réttargæslumann fékkstu kannski eitthvað að frétta, en í rauninni snerist þetta um það að bíða þangað til það kom bréf inn um lúguna kannski ári seinna eða lengra með þá annað hvort niðurfellingu eða kannski skýringu á því hvert framhaldið yrði,“ segir hún. Þingmaðurinn Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir starfaði sem saksóknari þar sem hún sinnti kynferðisbrotamálum að stórum hluta. „Brotalamirnar eru til dæmis þær að málin eru að fara of hægt í gegnum kerfið. Þetta er svona orð sem okkur er tamt að nota í alls konar samhengi, málsmeðferðartími, en þetta er raunverulegt vandamál í réttarkerfinu,“ segir Þorbjörg Sigríður. „Ég held að það geti allir sett sig í þau spor, að manneskja, segjum ung kona, sem hefur orðið fyrir nauðgun og gerir það upp með sjálfri sér að hún vilji leggja fram kæru. Það er svo ofboðslega stór og mikil ákvörðun og það er mjög mikið átak að fara í það, að leggja upp í það ferli. Þá er það ofboðslega þungbært að þurfa að bíða í mjög langan tíma eftir því að sjá hverjar lyktir málsins verða. Fyrst eftir að hafa gefið skýrslu, sagt frá erfiðri og sárri reynslu, að þurfa þá að bíða í langan tíma eftir því að fá að vita hvort málið muni leiða til ákæru eða hvort málið verði fellt niður, síðan að bíða eftir því hvort málið fari fyrir dóm, dómur fellur, það er kannski áfrýjað - að þetta ferli sé jafnvel í árum talið. Á meðan held ég að það sé erfitt að gera svona reynslu upp þegar þetta hangir yfir. Þetta verður til þess að dómarnir eru mildaðir. Það eru dæmdar vægari refsingar heldur en dómstólar hefðu talið eðlilegt. Þannig að þessi málsmeðferðartími bitnar beinlínis á brotaþola í því samhengi.“ „Ég held að það væri til mikils unnið ef þetta væri ekki óyfirstíganleg brekka fyrir sakborninga að geta gengist við því að hafa framið kynferðisbrot,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.Ummerki Sigríður Björk segir að ekki sé hægt að neita því að biðin sé allt of löng. „Þegar ég horfi á það sem betur má fara þá er það þannig að það er mikill málaþungi. Það eru meiri líkur á mistökum. Málin taka alltof langan tíma. Það er klárlega það sem við getum bætt og reynum að bæta,“ segir Sigríður Björk. Gríðarlega mikilvægt að leita aðstoðar Upp undir áttatíu prósent þeirra sem leita til Bjarkarhlíðar, þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hafa orðið fyrir endurteknu ofbeldi - langoftast kynferðisofbeldi, að sögn Rögnu Bjargar Guðbrandsdóttur, teymisstjóra Bjarkarhlíðar. Hún segir skipta höfuðmáli að fólk leiti sér aðstoðar, leiti til viðeigandi úrræða og vinni úr áföllunum. „Að kenna sér um eru náttúruleg viðbrögð við svona ofbeldi, í staðinn fyrir að ef einhver eyðileggur bílinn þinn eða keyrir á þig, að þá ertu aldrei að hugsa um þetta. Það sem gerist síðan þegar þú hefur einu sinni orðið fyrir ofbeldi og kannski ekki getað sagt frá því og ert ein með skömmina og vanlíðanina, að þá brotnar sjálfstraustið, sem gerir þig útsettari fyrir frekara ofbeldi. Það hefur í rauninni ekkert með þig að gera sem manneskju að þú verðir fyrir ofbeldi en það minnkar möguleikann á að þú getir komist í gegnum lífið, því miður, án þess að verða aftur fyrir ofbeldi. En við teljum að þegar þú ferð í viðtöl eða færð aðstoð að þá ertu alltaf að auka líkurnar á því að ná aftur stjórn á sjálfstraustinu og þínu lífi þannig að þetta gerist ekki aftur,“ segir Ragna. Ragna Björg Guðbrandsdóttir segir það skipta gríðarlegu máli að þolendur leiti sér aðstoðar og geri upp áföllin.Ummerki Hins vegar sé erfitt að segja til um það hvers vegna gerandi komist endurtekið upp með að brjóta á fólki. „Það er rosalega stór spurning. Að mínu mati eru þetta mál sem réttarvörslukerfið má gera betur í af því að við vitum að það er hátt hlutfall af málum sem fara ekki áfram í ákæruferli og eru felld niður. Miðað við það hvað eru mörg mál sem eru kærð að þá er þetta ekki gott hlutfall að því leiti að þetta er stór hópur af fólki sem er að fá þau skilaboð að þetta sé í lagi, eða eitthvað sem þú ert ekki að fara að taka ábyrgð á. Það er þannig að þó þú farir í skýrslutöku eða ef það er engin afleiðing - ekki skikkað í meðferð eða gert eitthvað, að þá er bara mjög líklegt að þessi manneskja haldi áfram og sérstaklega eftir því sem hún er yngri, sem hún brýtur fyrst af sér.“ Kynferðisbrot eru með alvarlegustu brotum sem fyrirfinnast í lögum, og koma næst á eftir manndrápi. Refsiramminn er sextán ár en hann hefur aldrei verið fullnýttur. „Það er svona gegnum gangandi á íslenskri refsipólitík að við erum nær norrænu fjölskyldunni þar heldur en til dæmis það sem hefur tíðkast í Bandaríkjunum. Það er að segja að refsingar eru oft í neðri mörkum en þær hafa þó verið að þyngjast töluvert líka á undanförnum árum og í dag held ég að algeng refsing fyrir nauðgun sé svona í kringum þriggja ára fangelsi, þó maður hafi séð einhver merki þess að það sé líka að breytast aftur,“ segir Þorbjörg Sigríður. Lítill hvati til að játa brot sín Afar fáheyrt er að gerendur viðurkenni brot sín, líkt og Þorbjörg Sigríður og Hildur Fjóla komust að í rannsókn sem þær unnu á árunum 2008 og 2009. Af 189 kærðum kynferðibrotamálum voru játningarnar aðeins fjórar talsins. „Þetta er svona atriði sem ég hef dálítið hugsað um í samhengi við önnur brot, hvers vegna það er þannig að sakborningar geta ekki hugsað sér að játa þetta brot á sig. Af því að það gerist í öðrum brotaflokkum sem varða líka við þungar refsingar, þar sem menn jafnvel vita að þeir eigi yfir höfði sér nokkurra ára fangelsi, að þeir játa sök. Hvað það er sérstaklega við þessi brot sem gerir það að verkum að menn geta ekki hugsað sér að gangast við þeim og hvort það sé eitthvað sem við getum náð fram samfélagslega með fræðslu, forvörnum, umræðunni, að ná því betur í gegn að það eigi við um þessi mál eins og öll önnur að með því að játa þau sé hægt að gera þau upp. Vinna þau á þann hátt að þeim sé lokið. Maður upplifir það sem algengt stef hjá brotaþolum að jafnvel þó að mál hafi endað með sakfellingardómi að þá vantar alltaf þetta að hafa fengið viðurkenninguna frá gerandanum, þar sem hann segir „Já, ég braut á þér. Já, ég sé hvað ég gerði,“ segir Þorbjörg. „Ég held að það væri til mikils unnið ef þetta væri ekki óyfirstíganleg brekka fyrir sakborninga að geta gengist við því að hafa framið kynferðisbrot.“ Hildur Fjóla tekur undir þetta og segir ekki beinlínis hvata í réttarkerfinu til þess að játa á sig brot, sérstaklega ekki alvarleg brot. „Það getur verið metið til refsilækkunar ef fólk játar en líkurnar á því að þú verðir dæmdur auðvitað aukast töluvert.“ Réttarkerfið ekki eitthvað skrímsli Sigríður Björk ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að hlusta á allar raddir. „Kerfið er ekki eitthvað óbreytanlegt bákn eða skrímsli. Það er verið að reyna að breyta því stöðugt og styrkja það, bæta og bregðast við þeirri gagnrýni sem hefur komið. Það er verið að hlusta á sérfræðingana og þolendur og verið að mæta breyttri heimsmynd með því að horfa betur á báða aðila. Það hefur heilmikið gerst í því,” segir Sigríður Björk.
MeToo Lögreglumál Kynferðisofbeldi Ummerki Tengdar fréttir „Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00 „Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00 Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
„Algjör tilviljun að þessir tveir menn rákust á hvorn annan“ Þann 18. febrúar 2002 fannst karlmaður liggjandi á gangstétt í blóði sínu við Víðimel í Vesturbæ Reykjavíkur. Kona sem gekk fram á manninn taldi hann meðvitundarlausan og kallaði til lögreglu en þegar lögreglumenn komu á staðinn kom í ljós að maðurinn var látinn. 4. nóvember 2021 06:00
„Það voru engin ummerki á vettvangi sem bentu til neins annars en veikinda” Hinn 14. febrúar 2015 var karlmanni veitt stungusár á heimili sínu við Skúlaskeið í Hafnarfirði, með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Hnífurinn gekk inn í hægra brjóst mannsins og fór djúpt inn í lungað. Stungan sjálf var hins vegar agnarsmá og hefði auðveldlega getað farið fram hjá viðbragðsaðilum. 28. október 2021 07:00
Telur sig aldrei geta lifað eðlilegu lífi nema hún nái fram réttlæti fyrir dóttur sína „Þetta myndi breyta því að mér myndi líða betur, að ég fengi einhverja hugarró. Þetta er svo hroðaleg lítilsvirðing. Hún var 21 árs. Hann nauðgaði henni og fór með hana út svalir, meðvitundarlausa, til þess að myrða hana.“ 3. desember 2021 07:20