Íslensku stelpurnar í Bayern geta spilað sögulegan leik á Allianz Arena Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 10:01 Glódís Perla Viggósdóttir í leik með Bayern Munchen í Meistaradeildinni. Getty/Gualter Fatia Íslendingaliðið Bayern München hefur ákveðið að taka risastórt skref fyrir kvennalið félagsins með því að leyfa konunum að spila á Allianz Arena í Meistaradeildinni. Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira
Heimaleikur Bayern á móti Paris Saint-Germain í átta liða úslitum verður nefnilega spilaður á hinum stórglæsilega aðalleikvangi þýska stórliðsins sem tekur yfir 75 þúsund manns í sæti. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið Bayern fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Bayern spilar vanalega heimaleiki sína á FC Bayern Campus sem tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur. View this post on Instagram A post shared by FC Bayern Frauen (@fcbfrauen) „Við erum mjög ánægð með þessi tímamót í fimmtíu ára sögu kvennaliðs FC Bayern. Liðið hans Jens Scheuer á skilið að fá stóra sviðið fyrir þennan leik á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Ég vona að vettvangurinn sjái til þess að við fáum fótboltaveislu og að margir stuðningsmenn Bayern komi til að styðja við bakið á stelpunum á Allianz Arena,“ sagði Oliver Kahn, fyrrum leikmaður Bayern og núverandi stjórnarformaður félagsins. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern München eða markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir, miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og miðjumaðurinn Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Nú er bara að vona að þær fái að taka þátt í þessum sögulega leik. Það þarf ekki að spyrja að því að þessi ákvörðun kemur í framhaldi af því að Barcelona færði leik síns kvennaliðs í átta liða úrslitunum yfir á Nývangi. Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari og mætir þar erkifjendum sínum í Real Madrid. Það seldist upp á þann leik eða yfir 85 þúsund miðar. Barcelona mun því setja nýtt met yfir flesta áhorfendur á kvennaleik en metið er síðan 2019 þegar 60,739 áhorfendur komu á leik Atletico Madrid og Barcelona á Wanda Metropolitano leikvanginum.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Sjá meira