Lífið

Dorrit endurheimti Lou­is Vuitt­on kápuna sem var stolið

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Dorrit í kápunni.
Dorrit í kápunni. Skjáskot/Instagram

Dor­rit Moussai­eff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, getur nú tekið gleði sína á ný þar sem Lou­is Vuitt­on kápan hennar sem týndist í Lundúnum undir lok síðasta árs er loksins fundin.

Dorrit auglýsti eftir kápunni í desember og bauð fundarlaun fyrir þann sem gæti haft upp á henni. Kápan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir hana og er hætt í framleiðslu svo flíkin er aðeins til í takmörkuðu upplagi og er nokkurra milljón króna virði. 

Hún segir öryggismyndavélar hafa verið hetjan í fundinum og orðið til þess að kápan komst í réttar hendur. Dorrit virðist ánægð að endurheimta hana í nýlegri ferð sinni til Lundúna og mun líklega ekki líta af henni í bráð.

Dorrit er algjör tískugyðja.Getty/ David M. Benett

Samkvæmt Instagram reikningum hennar virðist þó hafa verið brotist inn í bílinn hennar í sömu ferð og færði henni kápuna. Óprúttnu aðilarnir tóku þó ekki það allra verðmætasta að hennar mati, íslenska vatnið sem var í flösku í bílnum.


Tengdar fréttir

Dorrit keypti tíu verk Sunnevu á einu bretti

„Þeir sem misstu af tækifærinu þurfa bara að bíða, því ég er bara rétt að byrja.“ segir listakonan Sunneva Ása Weisshappel á Facebook síðu sinni. 

Samson bjargaði Dorrit á ögurstundu

Dorrit Moussaief fyrrverandi forsetafrú er í bataferli með spelku heima eftir að hundur hennar Samson felldi hana á göngu í Mosfellssveit í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.