Öfgar Þórarinn Hjartarson skrifar 2. febrúar 2022 14:00 Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Alla jafna tengjum við öfgahópa við slæma hluti. Öfgahópar telja sig hafa fundið hinn óvéfengjanlega sannleik. Efasemdir eru álitnar sem bakslag, óþæginlegar uppákomur og þversagnir eru kveðnar í kútinn. Í bók sinni The Captive Mind ræðir Czesław Miłosz um slíkar aðstæður. Miłosz notar orðið Ketman til þess að lýsa þankagangi þeirra sem lifa við stjórn öfgaafla. Hugtakið er keimlíkt tvíhugsun (e. Double-think) Orwells en ekki að öllu leyti. Ketman lýsir Miłosz sem nýjum trúarbrögðum en samtímis bjargráði sem iðkað er til þess eins að halda lífi. Ógnarstjórn öfgaaflanna þarf ekki að halda uppi með stanslausu eftirliti með þegnum ríkisins heldur sjá þegnarnir sjálfir að stóru leyti um eftirlitið. Czeslaw Miloscz talar um að öfgafólk á tímum Stalíns hafi ekki nauðsynlega verið vont fólk heldur réttlætti það óafsakanlega hegðun með vísan til þess fyrirheitnalands sem myndi rísa í kjölfarið. Það fyrirheitnaland tókst aldrei að mynda. Almenn umræða og efasemdir voru kveðnar niður með vísan til þess að þeir sem setja spurningamerki við áætlanir og aðgerðir öfgafólksins séu mótfallnir markmiðinu. Tvíræðni flókinna málefna er fyrir borð borin og þess krafist að litið sé á öfgarnar sem réttu leiðina fram á við. Sá sem efast um þá sýn er umsvifalaust tekinn úr umferð. Fræðimenn innan akademískra stofnanna höfðu áhyggjur af eigin stöðu og blésu í lúður öfgafólksins til þess að halda í störf sín. Í besta falli þögðu þeir. Öfgahópar eru ekki alltaf trúarlegs eðlis, en forystufólk slíkra hópa líkist trúarleiðtogum. Það er í senn hetjur og fórnarlömb. Til að sannfæra fólk um réttmæti afstöðu sinnar nota leiðtogarnir torskiljanleg hugtök sem svör við hverskyns spurningum. Torskiljanleg hugtök koma öfgahópum vel á marga vegu. Þeir lenda oft í vandræðum með framboð af óvinum en ráða fram úr því með því að sannfæra fólk um að þeir séu illskan upp máluð. Hverskyns mistök sem andstæðingurinn hefur gert eru notuð sem vitnisburður og staðfesting á þeirri sýn. Óvinurinn verðskuldar ekki að svara fyrir sig því samkvæmt öfgahópnum hefur hann ekkert haldbært að segja. Hann er og verður illur samkvæmt skilgreiningu. Öfgahópar eru mein. Í umræðum má heyra að öfgahópar ýti samfélaginu í rétta átt. Það er ekki rétt. Undanfarna áratugi hefur staða ýmissa hópa og samfélagið í heild tekið stór skref fram á við á mörgum sviðum. Þann árangur er ekki hægt að eigna öfgafólki sem telur sig hafa fundið hinn heilaga sannleik, kæfir niður umræðu og heldur samborgurum sínum í siðferðislegri sjálfheldu með sinni ógnarstjórn. Baráttufólk síðustu áratuga fyrir hvers kyns réttindum nýtti sér umræðuvettvanginn til þess að benda á tvískinnung og óréttlæti. Slíkt skortir í dag. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein Pæling.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun