Jennifer leggur mikla áherslu á hendur, axlir og maga á þessari æfingu sem hún sýnir frá. Myndbandið á að sýna hennar æfingarrútínu fyrir árið 2022. Hún notar lyftingartæki í bland við handlóð og svo gerir hún styrktaræfingar fyrir maga og bak á bekk. Undir myndbandinu má heyra remix af laginu hennar On My Way, úr kvikmyndinni Marry Me sem væntanleg er í kvikmyndahús í þessum mánuði.
Í nýju einkaviðtali við tímaritið People opnar JLO sig um ferilinn, ástina og sambandið við Ben Afflec. Þar segir hún meðal annars að þau taki því ekki sem sjálfsögðum hlut að hafa fengið annað tækifæri á ástinn, öllum þessum árum seinna.
„Ég hef aldrei verið betri,“ er meðal annars haft eftir henni.
Innlit á æfingu hjá Jennifer Lopez má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.