Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19 Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 23:30 Það þarf átaks við til að fá íslenska karlmenn til að nota smokk. Vísir/Egill Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum. „Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís. Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
„Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís.
Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Sjá meira
Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01
Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30