Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. febrúar 2022 18:09 Jón Gunnarsson vinnur að nýju frumvarpi um réttarstöðu brotaþola. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. „Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón. Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
„Það er að mörgu að gæta og réttarfarsnefnd, sem er okkur til ráðgjafar, hefur bent á ýmsa hluti og tóku að mörgu leyti mjög vel í margar hugmyndir sem fram komu um að bæta réttarstöðu brotaþola. En við þurfum líka að gæta að því að ganga ekki svo langt að við skörum þessa réttarstöðu. Brotaþolar eru oft mikilvægustu vitnin í þessum málum, og í sumum tilfellum einu vitnin, og mikilvægt að vitnisburður þeirra hafi fullt vægi,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Hávært ákall hefur verið um að bæta stöðu brotaþola kynferðisbrota í réttarkerfinu, meðal annars með tilliti til þess að veita þeim aukið aðgengi að eigin málum. Hildur Fjóla Antonsdóttir, réttarfélagsfræðingur, hefur til dæmis bent á að hér á landi sé réttarstöðu brotaþola mun lakari en í hinum Norðurlöndunum, enda hafi þeir aðeins stöðu vitnis í eigin málum. „Við erum að skoða hvernig við getum mætt þessum sjónarmiðum. Réttarfarsnefnd hefur tekið ágætlega í margar þær ábendingar sem koma fram í skýrslu Hildar Fjólu, en að það þurfi að skoða þær mjög vel. En ég held að við getum fullyrt að í frumvarpinu sé markmiðið að bæta stöðu brotaþola,“ segir Jón. Hann bendir á að frumvarp hafi verið lagt fram á síðasta kjörtímabili sem hafi aðeins komist í gegnum fyrstu umræðu. Markmiðið nú sé að koma frumvarpinu í gegn fyrir þinglok. Þá verði samhliða þessu að stytta málsmeðferðartímann. „Málsmeðferðartíminn er sérstakt vandamál. Það á við um mörg önnur mál og við erum með það í ítarlegri skoðun í ráðuneytinu og samvinnu við lögreglu og saksóknara. Þetta er eins og eitt færiband frá því að ákæra kemur fram og rannsókn hefst, þar til málið fer til saksóknara og síðan yfir í fullnustu refsinga, og ástandið í þessum málaflokkum er óásættanlegt.“ Þá verði ráðist í sérstakt átak og vitundarvakningu. „Við þurfum að skoða hvað við sem samfélag getum gert til þess að fækka þessum brotum og koma í veg fyrir þau og komast þannig að rótum vandans. Við erum með í undirbúningi ákveðið kynningarátak og vitundarvakningu meðal almennings, í samstarfi við veitingastaði, leigubíla og ýmis fyrirtæki og að stuðla að því að allir verði þátttakendur í að bregðast við og verði vakandi fyrir slíkum brotum – grípa inn í ef fólk metur að það sé eitthvað slíkt ástand á ferðinni,“ segir Jón.
Kynferðisofbeldi Alþingi Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira