„Horfum þrjú ár fram í tímann“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2022 21:09 Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í kvöld. Hulda Margrét Grindavík beið lægri hlut fyrir Keflavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en þrátt fyrir það er engan bilbug að finna á Grindavíkurkonum. Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“ Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Grindavík missti Keflavík nokkuð langt fram úr sér undir lok leiks í kvöld og töpuðu að lokum með 20 stigum. Ég spurði Bryndísi Gunnlaugsdóttur, aðstoðarþjálfara Grindavíkur, hvað hefði farið úrskeiðis þegar leið á leikinn „Ég held að það hafi aðallega bara verið trúin. Við höfðum ekki nægilega mikla trú á verkefninu til að klára þennan leik, því þetta er alls ekki 20 stiga leikur. Það voru þarna síðustu 3-4 mínúturnar sem það fór að fjara undan þessu. Það var margt í varnarleiknum sem við gátum gert miklu betur, og höfum gert betur í vetur. Í sóknarleiknum vantaði líka bara miklu meiri trú, sérstaklega á móti svæðisvörninni. Þar vorum við að fá opin skot aftur og aftur en annað hvort tókum þau ekki eða hittum ekki.“ Daniela Wallen Morillo átti sannkallaðan stórleik í kvöld, endaði með 35 stig og 53 framlagspunkta, sem er jöfnun á bestu frammistöðu vetrarins í deildinni. Grindavík átti fá svör við hennar frammistöðu í kvöld. „Hún er frábær leikmaður og átti frábæran leik í dag. Við eigum samt að geta stoppað hana og höfum gert það áður. Við þurfum bara að fara yfir þetta en við eigum eftir að mæta Keflavík einu sinni enn í vetur og þá gerum við betur.“ Grindavík hefur ekki verið að tapa mörgum leikjum stórt í vetur þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni, en þær eru með næst besta sóknarlið deildarinnar. Það virðist þó oft vanta herslumuninn til að klára jafna leiki. Ég spurði Bryndísi hvort hún væri með einhverjar lausnir á þessu vandamáli. „Við þurfum að læra að klára leiki. Það er stundum eins og við sjáum að við getum unnið en þá kemur upp smá stress en það er líka bara vegna þess að við erum með ungar íslenskar stelpur sem við viljum að taki ábyrgð. Við viljum að þær læri af þessu og við Lalli höfum fulla trú á þeim og að þetta sé allt að koma. Við erum búnar að vera betri í hverjum leik og við erum að horfa þrjú ár fram í tímann og þessar stelpur munu klára leiki í framtíðinni. Við viljum að þessar íslensku stelpur taki ábyrgð, spili stór hlutverk og taki þessi stóru skot.“ Það voru töluverð forföll hjá Grindavík í kvöld, þrír lykilleikmenn í sóttkví og Alexandra Eva sem nýlega gekk til liðs við liðið með slitið krossband og leikur ekki meira með á tímabilinu. Bryndís vildi þó ekki gera of mikið úr þessum aðstæðum, það væru öll lið að eiga við svipaða hluti þetta tímabilið. „Þetta er bara eins og öll lið hafa verið að kljást við í vetur. Einhver með covid, einhver í sóttkví, einhver meiddur. Þetta er bara það sem maður þarf að takast á við en auðvitað munar um þær fjórar hér í dag en körfubolti er með 5 leikmenn inná í hvoru liði og við vorum átta hér í kvöld. Mér finnst samt leiðinleg þessi nýja regla hjá KKÍ að það sé ekki hægt að setja yngri flokka leikmenn á leikmannalistann eftir 31. janúar. Það hefði verið gaman að gefa þeim tækifæri að hita upp með okkur og fá smjörþefinn fyrir framtíðina, en svona eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim.“
Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn UMF Grindavík Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Grindavík 85-65 | Öruggur Keflavíkursigur Keflavík vann öruggan sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík í Subway deildinni í körfubolta í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 2. febrúar 2022 19:40