Vann Ólympíugull en henti því í ruslið og „hataði lífið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2022 08:00 Chloe Kim í bandaríska gallanum tilbúin fyrir keppnina á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Hún átti mjög erfitt með að ráða við athyglina og eftirspurnina eftir að hafa unnið gull á síðustu leikum. Getty/Tom Pennington Bandaríska snjóbrettakonan Chloe Kim sló í gegn sautján ára gömul þegar hún varð Ólympíumeistari á snjóbretti. Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a> Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
Chloe Kim vann hálfpípu keppnina á leikunum í Pyeongchang árið 2018 og varð um leið stórstjarna. Nú er komið að því að reyna að vinna gullið aftur á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Lífið á þessum fjórum árum hafa þó ekki verið dans á rósum. Chloe Kim on the cover of TIME! pic.twitter.com/JV42hoUsT5— Nancy Wang Yuen (@nancywyuen) January 19, 2022 Chloe Kim ræddi um þessi ár í viðtali við blaðamann bandaríska stórblaðsins Time. Kim segist hafa glímt við mikið þunglyndi eftir að hún kom heim með Ólympíugullið. „Ég hataði lífið mitt,“ sagði Chloe Kim sem er nú 21 árs. „Ég vildi bara fá daga þar sem ég gat fengið smá frið. Ég hafði farið í gegnum mest stressandi mánuði á allri ævi mini en um leið og ég kom heim þá voru allir að pressa á mig,“ sagði Chloe. Kim birtist meðal annars á forsíðu Sports Illustrated og var ein af stærstu stjörnum leikanna. Hún var svo niðurdregin og undir svo mikilli pressu að hún endaði á því að henda Ólympíugullinu í ruslið. After winning Olympic gold in Pyeongchang, Chloe Kim came home depressed and threw her medal in the trash. Now she s ready to win again on her own terms. (via @seanmgregory for @TIME in News+) https://t.co/iKPamHwzjU— Apple News (@AppleNews) January 27, 2022 Nokkrum mánuðum síðar ökklabrotnaði hún í keppni í Bandaríkjunum. Það var dropinn sem fyllti mælinn. „Ég var algjörlega útbrunnin og réð ekki við þetta lengur. Ég var alveg týnd. Ég var komin á botninn,“ sagði Chloe sem lét þunglyndið fara illa með sig. Hún hafði líka þurft að glíma við mikla kynþáttaformdóma eftir að hún vann sitt fyrsta gull á X-leikunum. Kim er að suður-kóreskum ættum þótt hún keppi fyrir Bandaríkin enda fædd og uppalin í Bandaríkjunum. „Ég grét sjálfa mig í svefn á besta degi lífs míns,“ sagði Chloe en þetta var áruð 2015 og hún var aðeins fimmtán ára gömul. Það er samt engin uppgjartónn í Kim. Hún varð heimsmeistari í hálfpípunni bæði 2019 og 2021 og ætlar sér að taka gullið aftur í Peking. Kim ætlar líka að bjóða upp á nýjar brellur. „Ég hlakka svo mikið til. Þetta eru mínar bestu brellur hingað til. Þið getið búist við miklu af mér. Ég ætla að springa út,“ sagði Chloe Kim og virðist sem betur fer vera búin að komast yfir þunglyndið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=iL_-VGD-BTU">watch on YouTube</a>
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Snjóbrettaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Lífsferill íþróttamannsins: Mattheusarguðspjallið og brennimerkt börn Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Keppt í skemmtigarði á næstu Ólympíuleikum „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Besta kvenna og umspil NBA Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira