Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2022 12:02 Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. AP/Virginga Mayo Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. Meðal annars hafa Speznaz-sérsveitir verið fluttar til Hvíta-Rússlands, auk orrustuþota, eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn og loftvarnarkerfa. Samkvæmt NATO eiga þessir hermenn að taka þátt í umfangsmiklum heræfingum með herafla Hvíta-Rússlands í þessum mánuði. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir varnarmálaráðherra Úkraínu að Rússar hafi sent um 115 þúsund hermenn að landamærum landsins. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til áðurnefndra hermanna við landamæri Úkraínu en óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að tlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu en þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Með því vildi Biden senda skilaboð um samstöðu í NATO en ráðamenn í Rússlandi segja ákvörðunina skaðlega og að hún muni leiða til meiri spennu. Sjá einnig: Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu. Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Meðal annars hafa Speznaz-sérsveitir verið fluttar til Hvíta-Rússlands, auk orrustuþota, eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn og loftvarnarkerfa. Samkvæmt NATO eiga þessir hermenn að taka þátt í umfangsmiklum heræfingum með herafla Hvíta-Rússlands í þessum mánuði. Þá hefur Reuters fréttaveitan eftir varnarmálaráðherra Úkraínu að Rússar hafi sent um 115 þúsund hermenn að landamærum landsins. Mikil spenna er í Austur-Evrópu um þessar mundir sem að má að miklu leyti rekja til áðurnefndra hermanna við landamæri Úkraínu en óttast er að Rússar gætu gert aðra innrás í landið. Rússar hafa krafist þess að tlantshafsbandalagið meini Úkraínu aðkomu að hernaðarbandalaginu í framtíðinni og vísi ríkjum Austur-Evrópu úr bandalaginu en þeim kröfum hefur verið hafnað alfarið. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Með því vildi Biden senda skilaboð um samstöðu í NATO en ráðamenn í Rússlandi segja ákvörðunina skaðlega og að hún muni leiða til meiri spennu. Sjá einnig: Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Bandaríkjamenn hafa einnig sett um 8.500 hermenn í viðbragðsstöðu fyrir mögulega flutninga til Evrópu. Fyrir eru um 75 til 80 þúsund bandarískir hermenn með fasta viðveru í Evrópu.
Úkraína Rússland Bandaríkin NATO Hernaður Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45 Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01 Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sjá meira
Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. 3. febrúar 2022 06:45
Austur-Evrópa: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn reiðubúinn til aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) er reiðubúinn að aðstoða lönd sem verða fyrir neikvæðum fjárhagslegum áhrifum af völdum ástandsins á landamærum Úkraínu og Rússlands. 2. febrúar 2022 18:50
„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26
Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. 27. janúar 2022 15:01
Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Vladimir Vasilyev, leiðtogi stjórnmálaflokksins Sameinað Rússland, sem er flokkur Vladimírs Pútin, forseta, kallaði eftir því í dag að Rússar útveguðu aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu vopn og birgðir. Það ætti að gera til að verja aðskilnaðarsinnana gegn her Úkraínu og vegna vopnasendinga til Úkraínu úr vestri. 26. janúar 2022 16:24