Willum vill allar aðgerðir til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 13:12 Willum Þór Þórssonsegir unnið að því að nýta bjargir heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi betur þannig að sjúklingar þurfi ekki að fara í aðgerðir í útlöndum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að allir sjúklingar geti farið í nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Nýta þurfi alla þá þekkingu sem til væri hér á landi. Þingmenn gagnrýndu að fólk fengi niðurgreidda þjónustu erlendra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja en ekki innlendra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum sem þýddi að fólk þyrfti að leita sér aðstoðar á eigin kostnað í útlöndum. Þorgerður Katrín segir ótækt að Sjúkratryggingar greiði ekkikostnað hjá einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á Íslandi en greiði hins vegar fyrir aðgerðir í útlöndum.Vísir/Vilhelm Þorgerður vísaði til ummæla nýsetts forstjóra Landspítalans í fjölmiðlum um að það væri ekki sjálfgefið að spítalinn sinnti öllum þeim verkefnum sem hann gerði í dag. Það hafi hins vegar verið stefna stjórnvalda frá tíð síðustu ríkisstjórnar að safna allri heilbrigðisþjónustu landsins undir Landspítalann og biðlistar væru langir. „Sjúkratryggingar mega ekki endurgreiða konu upp á tólf hundruð þúsund krónur fyrir þjónustu sem hún leitaði í Klíníkinni. En vesgú, það má borga þetta ef þetta fer á einkaklíník í útlöndum. Hvers konar della er þetta. Þetta er pólitísk ákvörðun fyrst og fremst,“ sagði Þorgerður Katrín. Heilbrigðisráðherra segist bíða óþreyjufullur eftir breytingum sem leiði til styttingar á biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði þessi mál öll til endurskoðunar. Mikilvægt væri að nýta alla þá þekkingu sem til væri í kerfinu hér á landi. „Háttvirtur þingmaður kemur hér inn á liðskiptaaðgerðir. Þá er það markmið okkar allra að sjúklingar geti farið í aðgerðir hér á landi. Það á alveg að ganga upp. Til þess þurfum við að horfa á þetta allt í heild sinni. Þessi vinna er farin af stað og þetta samtal er hafið,“ segir Willum. Guðmundur Ingi Kristinsson segir samið við Klíníkina um að fá starfsfólk þaðan tímabundið á Landspítalann en ekki um að Klíníkin geti framkvæmt aðgerðir sem annars séu gerðar enn dýrar í útlöndum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi vísaði til fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem sagt var frá ungri konu sem búin var að bíða í tvö ár eftir aðgerð og hefði nú leitað til Póllands til að fá lausn meina sinna. Hún þyrfti hins vegar að greiða um eina og hálfa milljón úr eigin vasa þar sem aðgerðin væri framkvæmd á einkastofu í Póllandi. „Á sama tíma og við höfum verið að semja til dæmis við Klíníkina um að fá starfsfólk þaðan yfir á Landspítalann til að vinna erum við ekki að semja um að að sjá til þess að við þurfum ekki að senda fólk til útlanda í aðgerðir með tvöfalt til þrefalt meiri kostnaði,“ sagði Guðmundur Ingi. Heilbrigðisráðhera sagði unnið að því að koma upp miðlægum grunni fyrir biðlista svo hægt væri að átta sig á stöðunni. „Ég er tiltölulega óþreyjufullur þegar kemur að þessu verkefni. Ég hef ýtt verulega á það bæði í ráðuneytinu og í samtölum við þá aðila sem þurfa að koma að þessu verkefni,“ sagði Willum Þór Þórsson. Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala. 3. febrúar 2022 09:33 Erfitt að horfa á son sinn bíða heima lífshættulega veikur Harpa Henrysdóttir er kennari á Ísafirði sem nýverið greindi opinberlega frá þeim nöturlegu aðstæðum sem þrettán ára sonur hennar stendur frammi fyrir. 3. febrúar 2022 10:30 Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. 2. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins spurðu heilbrigðisráðherra út í biðlista eftir ýmsum aðgerðum sem þýddi að fólk þyrfti að leita sér aðstoðar á eigin kostnað í útlöndum. Þorgerður Katrín segir ótækt að Sjúkratryggingar greiði ekkikostnað hjá einkareknum heilbrigðisfyrirtækjum á Íslandi en greiði hins vegar fyrir aðgerðir í útlöndum.Vísir/Vilhelm Þorgerður vísaði til ummæla nýsetts forstjóra Landspítalans í fjölmiðlum um að það væri ekki sjálfgefið að spítalinn sinnti öllum þeim verkefnum sem hann gerði í dag. Það hafi hins vegar verið stefna stjórnvalda frá tíð síðustu ríkisstjórnar að safna allri heilbrigðisþjónustu landsins undir Landspítalann og biðlistar væru langir. „Sjúkratryggingar mega ekki endurgreiða konu upp á tólf hundruð þúsund krónur fyrir þjónustu sem hún leitaði í Klíníkinni. En vesgú, það má borga þetta ef þetta fer á einkaklíník í útlöndum. Hvers konar della er þetta. Þetta er pólitísk ákvörðun fyrst og fremst,“ sagði Þorgerður Katrín. Heilbrigðisráðherra segist bíða óþreyjufullur eftir breytingum sem leiði til styttingar á biðlistum eftir heilbrigðisþjónustu.Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði þessi mál öll til endurskoðunar. Mikilvægt væri að nýta alla þá þekkingu sem til væri í kerfinu hér á landi. „Háttvirtur þingmaður kemur hér inn á liðskiptaaðgerðir. Þá er það markmið okkar allra að sjúklingar geti farið í aðgerðir hér á landi. Það á alveg að ganga upp. Til þess þurfum við að horfa á þetta allt í heild sinni. Þessi vinna er farin af stað og þetta samtal er hafið,“ segir Willum. Guðmundur Ingi Kristinsson segir samið við Klíníkina um að fá starfsfólk þaðan tímabundið á Landspítalann en ekki um að Klíníkin geti framkvæmt aðgerðir sem annars séu gerðar enn dýrar í útlöndum.Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi vísaði til fréttar á Stöð 2 í gærkvöldi þar sem sagt var frá ungri konu sem búin var að bíða í tvö ár eftir aðgerð og hefði nú leitað til Póllands til að fá lausn meina sinna. Hún þyrfti hins vegar að greiða um eina og hálfa milljón úr eigin vasa þar sem aðgerðin væri framkvæmd á einkastofu í Póllandi. „Á sama tíma og við höfum verið að semja til dæmis við Klíníkina um að fá starfsfólk þaðan yfir á Landspítalann til að vinna erum við ekki að semja um að að sjá til þess að við þurfum ekki að senda fólk til útlanda í aðgerðir með tvöfalt til þrefalt meiri kostnaði,“ sagði Guðmundur Ingi. Heilbrigðisráðhera sagði unnið að því að koma upp miðlægum grunni fyrir biðlista svo hægt væri að átta sig á stöðunni. „Ég er tiltölulega óþreyjufullur þegar kemur að þessu verkefni. Ég hef ýtt verulega á það bæði í ráðuneytinu og í samtölum við þá aðila sem þurfa að koma að þessu verkefni,“ sagði Willum Þór Þórsson.
Heilbrigðismál Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala. 3. febrúar 2022 09:33 Erfitt að horfa á son sinn bíða heima lífshættulega veikur Harpa Henrysdóttir er kennari á Ísafirði sem nýverið greindi opinberlega frá þeim nöturlegu aðstæðum sem þrettán ára sonur hennar stendur frammi fyrir. 3. febrúar 2022 10:30 Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. 2. febrúar 2022 10:36 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala. 3. febrúar 2022 09:33
Erfitt að horfa á son sinn bíða heima lífshættulega veikur Harpa Henrysdóttir er kennari á Ísafirði sem nýverið greindi opinberlega frá þeim nöturlegu aðstæðum sem þrettán ára sonur hennar stendur frammi fyrir. 3. febrúar 2022 10:30
Segir óboðlegt að aðgerðir trans fólks sitji á hakanum Óboðlegt er að lífsnauðsynlegar aðgerðir frestist svo árum skipti og hamli því að fólk geti lifað lífi sínu til fulls. Þetta segir þingmaður Vinstri grænna, sem vill að forgangsröðun kynleiðréttingaraðgerða verði endurskoðuð. 2. febrúar 2022 10:36