Ættu að geta reitt sig á dómskerfið en ekki „hvísl“ til að tryggja öryggi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. febrúar 2022 13:37 Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata vill heildarendurskoðun á refsilöggjöf þar sem sjónarmið þolenda eru höfð að leiðarljósi. Hún hefur sjálf hug á því að leggja fram slíka þingsályktunartillögu næst þegar hún fer á þing. Hún er bjartsýn á að það verði mögulega í næsta mánuði. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á því að ekki sé sjálfstætt refsiákvæði um byrlun í refsilöggjöf ekki síst í ljósi þess að athæfið hafi verið stundað í árafjöld. Aragrúi frásagna kvenna sem ná langt aftur í tímann eru til vitnis um það. Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar kom í ljós að byrlun sem slík er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi. Sökum þessa eru engum tölfræðiupplýsingum fyrir að fara um byrlun. Lenya Rún hafði ekki áttað sig á þessu þegar hún lagði fyrirspurnina fram síðasta haust. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt er að hlusta á fréttatímann í heild neðst í fréttinni. „Nei, ég lagði þessa fyrirspurn fram þegar fólk opnaði sig um byrlunarfaraldurinn sem var þá í gangi. Þetta var einhvern tímann í september eða október. […] Það var því í sjálfu sér alveg borðleggjandi að leggja fram þessa fyrirspurn því við þurfum að fá tölfræðigögn um byrlanir því þær eru miklu algengari en við almennt höldum.“ Var byrluð ólyfjan síðasta sumar Lenyu Rún var sjálfri byrluð ólyfjan síðasta sumar án þess þó að verða fyrir frekara ofbeldi. Þessi reynsla var henni afar þungbær. „Það gerðist ekkert meira en það. Ég vissi strax hvað væri að gerast og fór bara beint heim. Þetta er ógeðsleg tilfinning og mér leið eins og brotið hefði verið á mér. Ég hef heyrt það nákvæmlega sama frá mjög mörgum í kringum mig.“ Lenya Rún hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þolendamiðaða heildarendurskoðun hegningarlaga. Hún leggur til hegningaraukaákvæði þegar brot eru framin þegar þolanda hefur verið byrluð ólyfjan en vill einnig sjá sjálfstætt refsiákvæði er varðar byrlunina sjálfa. „Það eina sem ég er að biðja um er að dómsmálaráðherra endurskoði þessi lög með hagsmuni þolenda í fyrirrúmi og út frá sjónarmiðum þeirra.“ Konur eigi að geta treyst dómskerfinu Lenya Rún telur að þetta byrlunarmál sé enn einn liðurinn í því að margar konur vantreysti dómskerfinu. Þær hafi neyðst til að fara óhefðbundnari leiðir til að tryggja öryggi sitt og kynsystra sinna. „Við tölum gjarnan um „hvísl“ á milli kvenna en það er eitthvað sem hjálpar okkur rosalega mikið, sem er rosalega sorglegt því við ættum að geta reitt okkur á dómskerfið í landinu okkar þegar kemur að byrlun.“ Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á kynferðisbrotadeild lögreglunnar, sagði í samtali við RÚV þegar frásagnir af byrlun komust í hámæli að hann vissi ekki til þess að nokkrun tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan hér á landi. Hann sagði að miðað við umræðu á samfélagsmiðlum væri mögulega aukning á þessu athæfi – í minnsta lagi væri vakning um það en líkt og fram kom í þessari frétt er erfitt að öðlast yfirsýn í þessum málaflokki því ekki er hægt að styðjast við neina tölfræði. Hún er hreinlega ekki til. Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03 Sjö tilkynntu byrlun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítala um helgina vegna gruns um að þeim hafi verið byrlun ólyfjan á skemmtistöðum í miðborginni. Málin eru öll til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3. nóvember 2021 10:50 Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar kom í ljós að byrlun sem slík er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi. Sökum þessa eru engum tölfræðiupplýsingum fyrir að fara um byrlun. Lenya Rún hafði ekki áttað sig á þessu þegar hún lagði fyrirspurnina fram síðasta haust. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hægt er að hlusta á fréttatímann í heild neðst í fréttinni. „Nei, ég lagði þessa fyrirspurn fram þegar fólk opnaði sig um byrlunarfaraldurinn sem var þá í gangi. Þetta var einhvern tímann í september eða október. […] Það var því í sjálfu sér alveg borðleggjandi að leggja fram þessa fyrirspurn því við þurfum að fá tölfræðigögn um byrlanir því þær eru miklu algengari en við almennt höldum.“ Var byrluð ólyfjan síðasta sumar Lenyu Rún var sjálfri byrluð ólyfjan síðasta sumar án þess þó að verða fyrir frekara ofbeldi. Þessi reynsla var henni afar þungbær. „Það gerðist ekkert meira en það. Ég vissi strax hvað væri að gerast og fór bara beint heim. Þetta er ógeðsleg tilfinning og mér leið eins og brotið hefði verið á mér. Ég hef heyrt það nákvæmlega sama frá mjög mörgum í kringum mig.“ Lenya Rún hyggst leggja fram þingsályktunartillögu um þolendamiðaða heildarendurskoðun hegningarlaga. Hún leggur til hegningaraukaákvæði þegar brot eru framin þegar þolanda hefur verið byrluð ólyfjan en vill einnig sjá sjálfstætt refsiákvæði er varðar byrlunina sjálfa. „Það eina sem ég er að biðja um er að dómsmálaráðherra endurskoði þessi lög með hagsmuni þolenda í fyrirrúmi og út frá sjónarmiðum þeirra.“ Konur eigi að geta treyst dómskerfinu Lenya Rún telur að þetta byrlunarmál sé enn einn liðurinn í því að margar konur vantreysti dómskerfinu. Þær hafi neyðst til að fara óhefðbundnari leiðir til að tryggja öryggi sitt og kynsystra sinna. „Við tölum gjarnan um „hvísl“ á milli kvenna en það er eitthvað sem hjálpar okkur rosalega mikið, sem er rosalega sorglegt því við ættum að geta reitt okkur á dómskerfið í landinu okkar þegar kemur að byrlun.“ Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn á kynferðisbrotadeild lögreglunnar, sagði í samtali við RÚV þegar frásagnir af byrlun komust í hámæli að hann vissi ekki til þess að nokkrun tímann hafi verið sakfellt fyrir að fólki sé byrluð ólyfjan hér á landi. Hann sagði að miðað við umræðu á samfélagsmiðlum væri mögulega aukning á þessu athæfi – í minnsta lagi væri vakning um það en líkt og fram kom í þessari frétt er erfitt að öðlast yfirsýn í þessum málaflokki því ekki er hægt að styðjast við neina tölfræði. Hún er hreinlega ekki til.
Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03 Sjö tilkynntu byrlun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítala um helgina vegna gruns um að þeim hafi verið byrlun ólyfjan á skemmtistöðum í miðborginni. Málin eru öll til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3. nóvember 2021 10:50 Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Engin tölfræði til um byrlanir Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. 2. febrúar 2022 21:03
Sjö tilkynntu byrlun á höfuðborgarsvæðinu um helgina Sjö voru fluttir á slysadeild Landspítala um helgina vegna gruns um að þeim hafi verið byrlun ólyfjan á skemmtistöðum í miðborginni. Málin eru öll til skoðunar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 3. nóvember 2021 10:50
Grunur um að þremur hafi verið byrlað Grunur leikur á að þremur hafi verið byrluð ólyfjan á Akureyri í nótt, tveimur konum og einum karlmanni. Önnur kvennanna fannst nær rænulaus fyrir utan skemmtistað í bænum en vinir hinna tveggja komu þeim á slysadeild. 31. október 2021 13:12
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40