Væri heiður að fá að starfa aftur hjá Eflingu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Viðar Þorsteinsson sagði upp sem framkvæmdastjóri Eflingar í haust eftir að kvartanir starfsmanna undan stjórnarháttum hans og Sólveigar Önnu komust í fjölmiðla. vísir/sigurjón Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það væri honum mikill heiður að snúa aftur sem framkvæmdastjóri stéttarfélagsins ef listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur sigrar í formannskosningum. Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Eins og greint var frá í gær var dregin upp afar neikvæð mynd af stjórnarháttum Viðars og Sólveigar í úttekt sem gerð var af óháðum greiningaraðila fyrir skrifstofu Eflingar. Úttektin er byggð á viðtölum við 48 starfsmenn skrifstofunnar og segja greinendurnir það mikið áhyggjuefni hve tíðrætt þeim varð um kynbundna áreitni, ofbeldi og einelti af hálfu Viðars. Sólveig Anna er nú aftur í framboði til formanns félagsins en formannskosningin hefst í næstu viku, þann 9. febrúar, og stendur í viku. Næstu stjórnar að ráða framkvæmdastjóra Viðar og Sólveig hafa unnið náið saman síðustu ár en Viðar segist ekki koma nálægt framboði Sólveigar nú með beinum hætti. „Ég er bara einn af fjölmörgum sem styður jákvæðar breytingar í verkalýðshreyfingunni. En ég er ekki aðili að framboðinu,“ segir hann. En ertu að aðstoða hana eitthvað með framboðið? „Ég hef unnið svona smá sjálfboðastörf… hengt upp eitt eða tvö plaköt.“ Langar þig að koma aftur inn í félagið sem framkvæmdastjóri ef Sólveig vinnur formannskjörið? „Það er auðvitað bara eitthvað sem að stjórn og ný forysta ákveður í félaginu þegar þar að kemur. Ég held að það sé náttúrulega ljóst að ef að Baráttulistinn [listi Sólveigar Önnu] sigrar í þessum kosningum þá verður eitthvert verk fyrir höndum að byggja upp starfsemina á ný. Og það er þá bara þeirra að finna út úr því.“ Hann útilokar því alls ekki að hann gæti snúið aftur til starfa innan Eflingar. „Nei, ég meina.. Það væri mér náttúrulega bara heiður að geta fengið að taka þátt í því verkefni að halda áfram að byggja hér upp raunverulega öfluga verkalýðshreyfingu sem vinnur fyrir félagsfólk. Svo sannarlega.“ Fjallað var um nýja úttekt á starfsháttum Viðars og Sólveigar í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt við bæði Viðar og núverandi framkvæmdastjóra Eflingar sem svarar ásökunum hans. Hægt að horfa á fréttina í spilaranum hér að neðan og nálgast ítarlegri umfjöllun í fréttunum fyrir neðan hana:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15
Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53
Viðar hafi gerst sekur um einelti og kvenfyrirlitningu Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, gerðist sekur um einelti og kvenfyrirlitningu gegn starfsfólki skrifstofu Eflingar að því er fram kemur í skýrslu sálfræði- og ráðgjafastofunnar Lífs og sálar, sem fengin var til að gera úttekt á vinnustaðnum í vetur. 3. febrúar 2022 11:35