Leggja til prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2022 23:11 Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mun leggja til almennt prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í borginni á fulltrúaráðsfundi í næstu viku. Vísir/Vilhelm Stjórn Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, mun á fulltrúaráðsfundi næskomandi fimmtudag leggja til að boðað verði til almenns prófkjörs flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, þar sem segir að stjórnin hefði ákveðið þetta á fundi sínum í kvöld. Tillagan lýtur að því að boða til prófkjörs 12. mars næstkomandi, þar sem kjörskrá verði afmörkuð við flokksskrá tveimur vikum fyrir kjördag. Tillagan verður því borin undir fulltrúaráðið á fundinum næsta fimmtudag. Áður lagt upp með leiðtogaprófkjör Áður hafði Vörður lagt fyrir fulltrúaráðið að ráðast í leiðtogaprófkjör, en ekki almennt prófkjör. Sú ákvörðun reyndist nokkuð umdeild en meðal þeirra sem undruðust ráðstöfunina var borgarfulltrúinn Hildur Björnsdóttir, sem sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Eyþór Arnalds, núverandi oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, lýsti hins vegar ánægju með leiðtogaprófkjör, en á þeim tíma hugðist hann sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram í borginni. Skömmu síðar dró hann framboð sitt hins vegar til baka af persónulegum ástæðum. Sem stendur er Hildur sú eina sem hefur lýst því yfir að hún vilji leiða flokkinn í borginni, en Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í upphafi mánaðar að hún íhugaði nú að bjóða sig fram í oddvitasætið gegn Hildi. Sveitarstjórnarkosningarnar hér á landi fara síðan fram 14. maí næstkomandi. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Verði, þar sem segir að stjórnin hefði ákveðið þetta á fundi sínum í kvöld. Tillagan lýtur að því að boða til prófkjörs 12. mars næstkomandi, þar sem kjörskrá verði afmörkuð við flokksskrá tveimur vikum fyrir kjördag. Tillagan verður því borin undir fulltrúaráðið á fundinum næsta fimmtudag. Áður lagt upp með leiðtogaprófkjör Áður hafði Vörður lagt fyrir fulltrúaráðið að ráðast í leiðtogaprófkjör, en ekki almennt prófkjör. Sú ákvörðun reyndist nokkuð umdeild en meðal þeirra sem undruðust ráðstöfunina var borgarfulltrúinn Hildur Björnsdóttir, sem sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Eyþór Arnalds, núverandi oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, lýsti hins vegar ánægju með leiðtogaprófkjör, en á þeim tíma hugðist hann sækjast eftir því að leiða flokkinn áfram í borginni. Skömmu síðar dró hann framboð sitt hins vegar til baka af persónulegum ástæðum. Sem stendur er Hildur sú eina sem hefur lýst því yfir að hún vilji leiða flokkinn í borginni, en Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gaf það út í upphafi mánaðar að hún íhugaði nú að bjóða sig fram í oddvitasætið gegn Hildi. Sveitarstjórnarkosningarnar hér á landi fara síðan fram 14. maí næstkomandi.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira