Fögnum Degi leikskólans Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 6. febrúar 2022 07:00 Í dag 6. febrúar fögnum við Degi leikskólans. Leikskólar halda á fjöregginu okkar, yngstu börnunum, og leggja grunn að velferð, þroska, menntun og farsæld þeirra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla hefur síðastliðin tvö ár slegið skjaldborg umhyggju og metnaðar um leikskólabörn. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á hve mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Leikskólinn er menntastofnun en jafnframt sú stofnun sem styður við félagslegt jafnrétti, gefur öllum börnum aðild að íslensku málumhverfi og tryggir aðgengi barna að þroskandi og öruggu umhverfi þar sem félags- og tilfinningahæfni mótast í hópi jafnaldra. Í lögum um menntun og hæfni kennara kemur fram að 2/3 hlutar stöðugilda starfsfólks leikskóla ættu að vera mannaðar kennurum. Um árabil hefur mikill skortur verið á leikskólakennurum og sé litið á landið í heild þá er hlutfall leikskólakennara langt frá markmiði laganna, eða um fjórðungur. Ör fjölgun leikskóla kallar á fleiri hendur og háskólar hafa ekki náð að útskrifa nema lítið brot af þeim leikskólakennurum sem samfélagið þarf á að halda. Aukin aðsókn – nýsköpun í leikskólakennaranámi Það er fagnaðarefni að aðsókn í leikskólakennaranám hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin fimm ár. Átak stjórnvalda með styrkjum til kennaranema og samvinna sveitarfélaga og háskóla um launað starfsnám á lokaári hefur skilað töluverðum árangri. En betur má ef duga skal. Brýnt er að efla samvinnu um menntun leikskólakennara, skapa starfsumhverfi sem gerir reynslumiklu ófaglærðu starfsfólki skólanna kleift að skipuleggja nám samhliða starfi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur um árabil boðið upp á fjarnám með staðlotum. Frá hausti 2020 var fyrirkomulagi leikskólakennaranámsins breytt á þann veg að kennslustundir í grunnnámi fara fram einn til þrjá morgna í viku. Flest sveitarfélög og leikskólar hafa leitast við að skapa leikskólakennaranemum sem starfa í leikskólum svigrúm til að taka þátt í lifandi og gagnvirku námi þessa morgna, ýmist í húsakynnum Menntavísindasviðs eða með fjarfundarbúnaði. Þetta fyrirkomulag hefur dregið úr brotthvarfi og skapað mikilvægt námssamfélag leikskólakennaranema. Áfram verður unnið að því að þróa námið í samstarfi við hagaðila. Fagháskólanám byggir brýr Háskóli Íslands hefur skipulagt fagháskólanám í leikskólafræðum sem er brú yfir í háskólanám. Fagháskólanám er nám ætlað fólki með reynslu af leikskólastarfi og sem hefur ekki fulllokið stúdentsprófi. Tilraunaverkefni um fagháskólanám hófst árið 2018 í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands og aðra bandamenn um eflingu menntunar á Suðurlandi. Árið 2020 tóku Háskóli Íslands og Keilir saman höndum og buðu upp á fagháskólanám í leikskólafræðum fyrir ófaglært starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum. Í vor stefna um 20 nemendur á útskrift, allt reynslumikið starfsfólk leikskóla og stendur þeim til boða að fá námið metið að fullu inn í grunnnám í leikskólakennarafræðum. Því miður hefur skort fjármagn til að hægt sé að bjóða upp á fagháskólanám í öllum landshlutum, en áhugi sveitarfélaga er mikill. Reynslan sýnir að fagháskólanámið og markviss stuðningur í heimabyggð skilar árangri. Því hvet ég nýjan ráðherra háskóla og nýsköpunar að beita sér fyrir fjármögnun fagháskólanáms í leikskólafræðum sem víðast um landið. Við erum til samstarfsins reiðubúin. Reynsla úr starfi metin til menntunar Á síðustu áratugum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á að meta reynslu fólks úr starfi með formlegum hætti. Stjórnvöld hafa hvatt til raunfærnimats á háskólastigi og Menntavísindasvið Háskóla Íslands er nú brautryðjandi í þeim efnum með tilraunaverkefni um raunfærnimat í leikskólakennarafræði sem hófst síðastliðið haust. Á starfsvettvangi öðlast einstaklingar þekkingu og hæfni á óformlegan hátt og búa margir leikskólakennaranemar yfir mikilli hæfni og þekkingu sem mikilvægt er að meta. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Kennarasamband Íslands, Félag stjórnenda á leikskólum og Félag leikskólakennara. Um 24 leikskólakennaranemar taka um þessar mundir þátt í tilraunaverkefninu og fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga. Það er eindregin von mín að raunfærnimat festi sig í sessi í háskólanámi. Til þess þarf að tryggja fjármagn svo hægt sé að þróa áfram faglegt og metnaðarfullt raunfærnimat, og gera fleirum kleift að fá reynslu sína metna. Fjölgun leikskólakennaranema af erlendum uppruna Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um málefni innflytjenda er að finna metnaðarfull markmið tengd menntun. Háskóla Íslands var falið að skipuleggja átaksverkefni um fjölgun kennara og annars fagfólks í kennslu-, frístunda- og uppeldisstörfum sem hefur fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Undirbúningur stendur yfir og verður boðið upp á fyrstu námskeiðin strax haustið 2022 sem sniðin eru að þörfum nemenda sem hafa ekki íslensku að móðurmáli og vilja helga sig framtíðarstarfi á vettvangi skóla- eða frístundastarfs. Innan leikskóla starfar stór og dýrmætur hópur starfsfólks af erlendum uppruna og mun þetta átaksverkefni fela í sér tækifæri fyrir þennan hóp að fá sértækan stuðning og íslenskunám metið sem hluta af kennaranámi. Námskeiðin munu einnig fjalla um gildi og menningu í íslensku menntakerfi. Síðast en ekki síst er þessu nýja námi ætlað að styrkja námssamfélag þeirra sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, en sterk tengsl milli nemenda í háskólanámi gera gæfumuninn þegar kemur að vellíðan og framgangi í námi. Samstarf skiptir máli Til að fjölga leikskólakennurum á Íslandi þarf samstillt átak. Langflestir leikskólakennaranemar vinna í leikskóla meðfram námi og því þurfa háskólar og vinnuveitendur þeirra, sveitarfélögin, að tryggja sveigjanleika og stuðning svo þeir geti bæði notið námsins - og lokið náminu. Háskólar sem mennta leikskólakennara þurfa að vera vakandi fyrir nýjungum, þróun og breytingum til að ná til ólíkra hópa um land allt, sem vilja helga sig framtíðarstarfi í leikskólum. Sveitarfélög sem skipuleggja leikskólastarf þurfa að vinna áfram að því að gera leikskólana að eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Síðast en ekki síst þurfa stjórnvöld að tryggja fjármagn svo hægt sé af myndarskap að halda áfram á þeirri leið að byggja brýr og þróa nýjar leiðir í leikskólakennaranámi. Saman náum við árangri fyrir fjöreggið okkar, leikskólana. Til hamingju með Dag leikskólans! Höfundur er forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er mikil Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Sjá meira
Í dag 6. febrúar fögnum við Degi leikskólans. Leikskólar halda á fjöregginu okkar, yngstu börnunum, og leggja grunn að velferð, þroska, menntun og farsæld þeirra. Leikskólakennarar og starfsfólk leikskóla hefur síðastliðin tvö ár slegið skjaldborg umhyggju og metnaðar um leikskólabörn. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á hve mikilvægu hlutverki leikskólar gegna í lífi barna og fjölskyldna þeirra. Leikskólinn er menntastofnun en jafnframt sú stofnun sem styður við félagslegt jafnrétti, gefur öllum börnum aðild að íslensku málumhverfi og tryggir aðgengi barna að þroskandi og öruggu umhverfi þar sem félags- og tilfinningahæfni mótast í hópi jafnaldra. Í lögum um menntun og hæfni kennara kemur fram að 2/3 hlutar stöðugilda starfsfólks leikskóla ættu að vera mannaðar kennurum. Um árabil hefur mikill skortur verið á leikskólakennurum og sé litið á landið í heild þá er hlutfall leikskólakennara langt frá markmiði laganna, eða um fjórðungur. Ör fjölgun leikskóla kallar á fleiri hendur og háskólar hafa ekki náð að útskrifa nema lítið brot af þeim leikskólakennurum sem samfélagið þarf á að halda. Aukin aðsókn – nýsköpun í leikskólakennaranámi Það er fagnaðarefni að aðsókn í leikskólakennaranám hefur aukist jafnt og þétt síðastliðin fimm ár. Átak stjórnvalda með styrkjum til kennaranema og samvinna sveitarfélaga og háskóla um launað starfsnám á lokaári hefur skilað töluverðum árangri. En betur má ef duga skal. Brýnt er að efla samvinnu um menntun leikskólakennara, skapa starfsumhverfi sem gerir reynslumiklu ófaglærðu starfsfólki skólanna kleift að skipuleggja nám samhliða starfi. Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur um árabil boðið upp á fjarnám með staðlotum. Frá hausti 2020 var fyrirkomulagi leikskólakennaranámsins breytt á þann veg að kennslustundir í grunnnámi fara fram einn til þrjá morgna í viku. Flest sveitarfélög og leikskólar hafa leitast við að skapa leikskólakennaranemum sem starfa í leikskólum svigrúm til að taka þátt í lifandi og gagnvirku námi þessa morgna, ýmist í húsakynnum Menntavísindasviðs eða með fjarfundarbúnaði. Þetta fyrirkomulag hefur dregið úr brotthvarfi og skapað mikilvægt námssamfélag leikskólakennaranema. Áfram verður unnið að því að þróa námið í samstarfi við hagaðila. Fagháskólanám byggir brýr Háskóli Íslands hefur skipulagt fagháskólanám í leikskólafræðum sem er brú yfir í háskólanám. Fagháskólanám er nám ætlað fólki með reynslu af leikskólastarfi og sem hefur ekki fulllokið stúdentsprófi. Tilraunaverkefni um fagháskólanám hófst árið 2018 í samstarfi við Háskólafélag Suðurlands og aðra bandamenn um eflingu menntunar á Suðurlandi. Árið 2020 tóku Háskóli Íslands og Keilir saman höndum og buðu upp á fagháskólanám í leikskólafræðum fyrir ófaglært starfsfólk leikskóla á Suðurnesjum. Í vor stefna um 20 nemendur á útskrift, allt reynslumikið starfsfólk leikskóla og stendur þeim til boða að fá námið metið að fullu inn í grunnnám í leikskólakennarafræðum. Því miður hefur skort fjármagn til að hægt sé að bjóða upp á fagháskólanám í öllum landshlutum, en áhugi sveitarfélaga er mikill. Reynslan sýnir að fagháskólanámið og markviss stuðningur í heimabyggð skilar árangri. Því hvet ég nýjan ráðherra háskóla og nýsköpunar að beita sér fyrir fjármögnun fagháskólanáms í leikskólafræðum sem víðast um landið. Við erum til samstarfsins reiðubúin. Reynsla úr starfi metin til menntunar Á síðustu áratugum hefur sífellt meiri áhersla verið lögð á að meta reynslu fólks úr starfi með formlegum hætti. Stjórnvöld hafa hvatt til raunfærnimats á háskólastigi og Menntavísindasvið Háskóla Íslands er nú brautryðjandi í þeim efnum með tilraunaverkefni um raunfærnimat í leikskólakennarafræði sem hófst síðastliðið haust. Á starfsvettvangi öðlast einstaklingar þekkingu og hæfni á óformlegan hátt og búa margir leikskólakennaranemar yfir mikilli hæfni og þekkingu sem mikilvægt er að meta. Verkefnið er unnið í samvinnu við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Kennarasamband Íslands, Félag stjórnenda á leikskólum og Félag leikskólakennara. Um 24 leikskólakennaranemar taka um þessar mundir þátt í tilraunaverkefninu og fá reynslu og þekkingu sína metna til eininga. Það er eindregin von mín að raunfærnimat festi sig í sessi í háskólanámi. Til þess þarf að tryggja fjármagn svo hægt sé að þróa áfram faglegt og metnaðarfullt raunfærnimat, og gera fleirum kleift að fá reynslu sína metna. Fjölgun leikskólakennaranema af erlendum uppruna Í framkvæmdaáætlun stjórnvalda um málefni innflytjenda er að finna metnaðarfull markmið tengd menntun. Háskóla Íslands var falið að skipuleggja átaksverkefni um fjölgun kennara og annars fagfólks í kennslu-, frístunda- og uppeldisstörfum sem hefur fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn. Undirbúningur stendur yfir og verður boðið upp á fyrstu námskeiðin strax haustið 2022 sem sniðin eru að þörfum nemenda sem hafa ekki íslensku að móðurmáli og vilja helga sig framtíðarstarfi á vettvangi skóla- eða frístundastarfs. Innan leikskóla starfar stór og dýrmætur hópur starfsfólks af erlendum uppruna og mun þetta átaksverkefni fela í sér tækifæri fyrir þennan hóp að fá sértækan stuðning og íslenskunám metið sem hluta af kennaranámi. Námskeiðin munu einnig fjalla um gildi og menningu í íslensku menntakerfi. Síðast en ekki síst er þessu nýja námi ætlað að styrkja námssamfélag þeirra sem hafa fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn, en sterk tengsl milli nemenda í háskólanámi gera gæfumuninn þegar kemur að vellíðan og framgangi í námi. Samstarf skiptir máli Til að fjölga leikskólakennurum á Íslandi þarf samstillt átak. Langflestir leikskólakennaranemar vinna í leikskóla meðfram námi og því þurfa háskólar og vinnuveitendur þeirra, sveitarfélögin, að tryggja sveigjanleika og stuðning svo þeir geti bæði notið námsins - og lokið náminu. Háskólar sem mennta leikskólakennara þurfa að vera vakandi fyrir nýjungum, þróun og breytingum til að ná til ólíkra hópa um land allt, sem vilja helga sig framtíðarstarfi í leikskólum. Sveitarfélög sem skipuleggja leikskólastarf þurfa að vinna áfram að því að gera leikskólana að eftirsóknarverðum starfsvettvangi. Síðast en ekki síst þurfa stjórnvöld að tryggja fjármagn svo hægt sé af myndarskap að halda áfram á þeirri leið að byggja brýr og þróa nýjar leiðir í leikskólakennaranámi. Saman náum við árangri fyrir fjöreggið okkar, leikskólana. Til hamingju með Dag leikskólans! Höfundur er forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun