Borgarstjórinn segir óákveðið hvort Bezos fái að taka brúna í sundur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:42 Brúin stóð af sér miklar loftárásir í seinni heimsstyrjöldinni. Getty Borgarstjórinn í hafnaborginni Rotterdam í Hollandi hefur neitað því að búið sé að samþykkja að taka í sundur sögufræga brú til að hleypa ofursnekkju í eigu auðmannsins Jeff Bezos í gegn. Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“ Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Fréttir þess efnis hafa vakið nokkra reiði en borgarstjórinn sagðist í samtali við Algemeen Dagblad hissa á fjaðrafokinu þar sem engin umsókn hefði borist, hvað þá að leyfi hefði verið gefið. Þess ber að geta að AFP hafði fengið staðfest hjá talsmanni staðaryfirvalda að embættismenn hefðu gefið grænt ljós á að miðjuhluti brúarinnar, sem er kölluð De Hef af heimamönnum, yrði fjarlægður til að snekkja Bezos gæti siglt í gegn. Brúin var reist árið 1877 en viðamiklum endurbótum á henni var lokið árið 2017 og þá var því heitið að hún yrði ekki tekin í sundur á nýjan leik. Erlendir miðlar greina hins vegar frá því að til Bezos hafi boðist til þess að greiða allan kostnað við verkið. Snekkja auðjöfursins, sem er einn ríkasti maður heims, er of stór til að komast undir brúna. Hún er 40 metra há þar sem hún er hæst og 127 metrar á lengd, og kostaði 485 milljónir dollara. Borgarstjórinn sagði að yfirvöld myndu taka ákvörðun þegar umsókn hefði verið skilað inn og upplýsingar lægju fyrir um það hvort hægt væri að taka brúna í sundur á þess að skemma hana og hvort Bezos myndi sannarlega greiða reikninginn. „Þetta snýst um staðreyndir,“ sagði borgarstjórinn. „Þær þurfa að liggja fyrir.“
Amazon Holland Tengdar fréttir Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Fjarlægja sögufræga brú fyrir ofursnekkju Bezos Borgaryfirvöld í Rotterdam hafa staðfest að þau hyggist taka niður sögufræga brú í borginni, svo glæný ofursnekkja auðkýfingsins Jeff Bezos, sem er í smíðum í borginni, geti siglt burt. 3. febrúar 2022 22:01