Hvernig árásin fór fram: Vissu ekki að leiðtogi ISIS byggi fyrir ofan þau Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2022 07:00 Hér má sjá mynd af húsinu sem um ræðir sem tekin var úr þyrlu Bandaríkjahers. AP/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Árás bandarískra sérsveitarmanna á hús í Idlib-héraði í Sýrlandi á miðvikudagskvöld, þar sem Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtogi Íslamska ríkisins dó, hafði verið skipulögð yfir nokkurra mánaða skeið. Fimmtíu hermenn komu að árásinni og voru fluttir á svæðið með þyrlum. Skipulagning árásarinnar hófst á því að Bandaríkjamönnum barst ábending um háttsettan hryðjuverkamann sem væri í felum á efstu hæð húss í Sýrlandi. Al-Qurayshi bjó á efstu hæð hússins. Á hæðinni fyrir neðan bjó annar ISIS-liði sem ku hafa sagst vera vörubílsstjóri en hann greiddi leigu al-Qurayshi og flutti skilaboð hans til annarra ISIS-liða. Í kjallarahæðinni bjó fjölskylda sem talin er ekki hafa vitað hver al-Qurayshi væri. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að ákvörðun hefði verið tekin að senda hermenn til að framkvæma árásina í stað þess að gera loftárásir til að komast hjá mannfalli meðal almennra borgara. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi komist að því að al-Qurayshi hafi sjaldan yfirgefið efstu hæð hússins nema til að baða sig á þaki þess. Þar sem búist var við því að al-Qurayshi myndi frekar sprengja sig í loft upp en láta góma sig, eins og forveri hans Abu Bakr al-Baghdadi gerði, voru verkfræðingar fengnir til að fara yfir myndir af húsinu og greina hvort slík sprenging myndi fella húsið í heild. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri líklega ekki. Húsið myndi standa, sem það svo gerði. Skipuðu fólki að koma út Þegar hermennirnir hoppuðu úr þyrlunum og umkringdu húsið sem al-Qurayshi hélt til í kölluðu þeir í gjallarhorn og skipuðu fólki í húsinu að koma út. „Ef þið komið ekki út, þá höfum við skipanir,“ sagði einn hermannanna meðal annars samkvæmt vitni sem blaðamenn AP ræddu við. „Við munum skjóta eldflaugum á húsið. Við erum með dróna í loftinu.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir tíu manns hafa yfirgefið húsið. Maður og kona sem bjuggu á neðstu hæð hússins og átta börn af neðstu tveimur hæðunum. Ekki liggur fyrir hvenær þessi mynd var tekin af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtoga Íslamska ríkisins sem ku hafa sprengt sig og fjölskyldu sína í loft upp á miðvikudagskvöldið.AP/CTC Skömmu eftir það varð stór sprenging á efstu hæð hússins og er það þegar al-Qurayshi sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp, samkvæmt Bandaríkjamönnum. Í kjölfar þess byrjuðu ISIS-liðinn á annarri hæð og kona hans að skjóta á hermennina. Þau voru skotin til bana en forsvarsmenn Bandaríkjahers segja að dáið barn hafi einnig fundist hjá þeim. Fjögur börn þeirra voru færð út úr húsinu á lífi. Sprengingin sem rakin er til al-Qurayshi er sögð hafa verið of stór fyrir sprengivesti. Hún var svo öflug að meirihluti þriðju hæðarinnar hrundi og samkvæmt frétt New York Times enduðu lík hans og annarra fyrir utan húsið. Hér má sjá myndband þar sem farið er um húsið eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Árásin stóð yfir í um tvær klukkustundir og á þeim tíma sáust vígamenn sem taldir eru tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda nálgast svæðið. Skotið var á þá úr einni þyrlunni sem var á sveimi yfir svæðið og minnst tveir þeirra felldir. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveitir í Sýrlandi, segja minnst þrettán hafa dáið í árásinni og þar af sex börn og fjórar konur. Ein stúlka mun hafa særst og segja Hvítu hjálmarnir í tilkynningu að öll fjölskylda hennar hafi dáið. Þá segja þeir að einn hafi særst þegar hann reyndi að fylgjast með hvað væri að gerast á vettvangi árásarinnar. Ein þyrla bilaði en áhöfn hennar náði að lenda þyrlunni fjarri vettvangi árásarinnar. Sprengjum var komið fyrir um borð í þyrlunni og hún yfirgefin. Þar að auki var loftárás gerð á þyrluna svo enginn búnaður sem þykir viðkvæmur væri heill. Hér má sjá myndband af braki þyrlunnar. The first video from the outskirts of Atmeh (Idlib), where a US helicopter (UH-60/MH-60) was destroyed by an airstrike.The cause of the US helicopter loss is a technical malfunction. pic.twitter.com/qOWnkc0HS4— Mukhtar Magomedov (@Mukhtarr_MD) February 3, 2022 Nágrannar földu sig Árásin hófst um klukkan eitt að staðartíma á aðfaranótt fimmtudags. Fólk sem býr nærri húsinu segir að því hafi verið verulega brugðið við áhlaupið og flestir segjast hafa leitað sér skjóls í kjöllurum, búrum og undir rúmum. Í samtali við blaðamann New York Times segja nágrannarnir að hermennirnir hafi ekki ráðist á húsið strax. Þess í stað hafi þeir ítrekað kallað eftir því að fólkið þar inni kæmi út. Einn maður sem rætt var við segir bandaríska hermenn hafa bankað á dyrnar hjá sér og sagt honum að fara með fjölskyldu sína á brott. Þau ættu að fela sig bak við nærliggjandi hús á meðan áhlaupið stæði yfir. Annar maður sagðist hafa farið inn í húsið eftir að áhlaupinu lauk og Bandaríkjamennirnir voru farnir á brott. Hann sagðist hafa fundið lík konu og barns og taldi að konan hefði sprengt sig og barnið í loft upp með sprengjuvesti. Ekki jafn áberandi og Baghdadi Raunverulegt nafn al-Qurayshi var Muhammad Said Abdel-Rahman al-Mawla en lítið var vitað um hann annað en að hann var talinn vera 45 ára gamall og fæddist í Írak. Hann tók við af Abu Bakr al-Baghdadi þegar sá sprengdi sig og þrjú börn sín í loft upp í sambærilegri árás á annað hús í Idlib-héraði. Sú árás var gerð í október 2019. Þegar al-Baghdadi var króaður af sprengdi hann sprengjuvesti sitt. Hann var sagður sofa í vestinu af ótta við að vera handsamaður af Bandaríkjamönnum. Sérfræðingur sem blaðamaður New York Times ræddi við segir al-Qurayshi hafa notið mikillar virðingar meðal ISIS-liða og hann hafi verið þekktur fyrir að vera gáfaður og sýnt góða herkænsku. Skömmu eftir að hann tók við af Baghdadi settu Bandaríkin tíu milljónir dala til höfuðs hans. Eftir að hann tók við stjórn ISIS hélt hann sér í skuggunum og er það talið hafa komið niður á viðleitni ISIS-liða til að auka umsvif samtakanna. Undanfarið hefur árásum ISIS-liða í Írak og Sýrlandi farið fjölgandi og umfang þeirra aukist. Sjá einnig: ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Al-Qurayshi er sagður hafa treyst á undirmann sinn sem bjó á annarri hæð hússins og fjölda sendiboða sem báru skipanir hans og skilaboð til ISIS-liða í Sýrlandi og Írak. Hann notaðist ekki við raftæki sem hægt væri að rekja úr fjarska. Sagður bera ábyrgð á raunum Jasída Biden sagði á blaðamannafundi á fimmtudaginn að al-Qurasyshi hefði borið ábyrgð á þjóðarmorði ISIS-liða á Jasídum í Írak árið 2014. Þá fóru ISIS-liðar sem stormsveipur um stór svæði í Írak og Sýrlandi og stofnuðu kalífadæmi þeirra. ISIS-liðar telja Jasída vera djöfladýrkendur og þurrkuðu út heilu þorpin. Þúsundir Jasída voru afhöfðaðir, brenndir lifandi. Þá rændu vígamenn þúsundum kvenna og stúlkna og hnepptu í þrældóm. Sjá einnig: „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Fjölmargar fjöldagrafir hafa fundist við heimkynni Jasída í Írak. „Þökk sé okkar hugrökku hermönnum, þá er þessi hræðilegi hryðjuverkaleiðtogi ekki lengur meðal okkar,“ sagði Biden. Sýrland Bandaríkin Hernaður Fréttaskýringar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Skipulagning árásarinnar hófst á því að Bandaríkjamönnum barst ábending um háttsettan hryðjuverkamann sem væri í felum á efstu hæð húss í Sýrlandi. Al-Qurayshi bjó á efstu hæð hússins. Á hæðinni fyrir neðan bjó annar ISIS-liði sem ku hafa sagst vera vörubílsstjóri en hann greiddi leigu al-Qurayshi og flutti skilaboð hans til annarra ISIS-liða. Í kjallarahæðinni bjó fjölskylda sem talin er ekki hafa vitað hver al-Qurayshi væri. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að ákvörðun hefði verið tekin að senda hermenn til að framkvæma árásina í stað þess að gera loftárásir til að komast hjá mannfalli meðal almennra borgara. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum að starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna hafi komist að því að al-Qurayshi hafi sjaldan yfirgefið efstu hæð hússins nema til að baða sig á þaki þess. Þar sem búist var við því að al-Qurayshi myndi frekar sprengja sig í loft upp en láta góma sig, eins og forveri hans Abu Bakr al-Baghdadi gerði, voru verkfræðingar fengnir til að fara yfir myndir af húsinu og greina hvort slík sprenging myndi fella húsið í heild. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að svo væri líklega ekki. Húsið myndi standa, sem það svo gerði. Skipuðu fólki að koma út Þegar hermennirnir hoppuðu úr þyrlunum og umkringdu húsið sem al-Qurayshi hélt til í kölluðu þeir í gjallarhorn og skipuðu fólki í húsinu að koma út. „Ef þið komið ekki út, þá höfum við skipanir,“ sagði einn hermannanna meðal annars samkvæmt vitni sem blaðamenn AP ræddu við. „Við munum skjóta eldflaugum á húsið. Við erum með dróna í loftinu.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segir tíu manns hafa yfirgefið húsið. Maður og kona sem bjuggu á neðstu hæð hússins og átta börn af neðstu tveimur hæðunum. Ekki liggur fyrir hvenær þessi mynd var tekin af Abu Ibrahim al-Hashimi al-Qurayshi, leiðtoga Íslamska ríkisins sem ku hafa sprengt sig og fjölskyldu sína í loft upp á miðvikudagskvöldið.AP/CTC Skömmu eftir það varð stór sprenging á efstu hæð hússins og er það þegar al-Qurayshi sprengdi sig og fjölskyldu sína í loft upp, samkvæmt Bandaríkjamönnum. Í kjölfar þess byrjuðu ISIS-liðinn á annarri hæð og kona hans að skjóta á hermennina. Þau voru skotin til bana en forsvarsmenn Bandaríkjahers segja að dáið barn hafi einnig fundist hjá þeim. Fjögur börn þeirra voru færð út úr húsinu á lífi. Sprengingin sem rakin er til al-Qurayshi er sögð hafa verið of stór fyrir sprengivesti. Hún var svo öflug að meirihluti þriðju hæðarinnar hrundi og samkvæmt frétt New York Times enduðu lík hans og annarra fyrir utan húsið. Hér má sjá myndband þar sem farið er um húsið eftir árásina. # # _ pic.twitter.com/GXyrr2a2Tw— (@syr_television) February 3, 2022 Árásin stóð yfir í um tvær klukkustundir og á þeim tíma sáust vígamenn sem taldir eru tengjast hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda nálgast svæðið. Skotið var á þá úr einni þyrlunni sem var á sveimi yfir svæðið og minnst tveir þeirra felldir. Hvítu hjálmarnir svokölluðu, sem eru nokkurs konar björgunarsveitir í Sýrlandi, segja minnst þrettán hafa dáið í árásinni og þar af sex börn og fjórar konur. Ein stúlka mun hafa særst og segja Hvítu hjálmarnir í tilkynningu að öll fjölskylda hennar hafi dáið. Þá segja þeir að einn hafi særst þegar hann reyndi að fylgjast með hvað væri að gerast á vettvangi árásarinnar. Ein þyrla bilaði en áhöfn hennar náði að lenda þyrlunni fjarri vettvangi árásarinnar. Sprengjum var komið fyrir um borð í þyrlunni og hún yfirgefin. Þar að auki var loftárás gerð á þyrluna svo enginn búnaður sem þykir viðkvæmur væri heill. Hér má sjá myndband af braki þyrlunnar. The first video from the outskirts of Atmeh (Idlib), where a US helicopter (UH-60/MH-60) was destroyed by an airstrike.The cause of the US helicopter loss is a technical malfunction. pic.twitter.com/qOWnkc0HS4— Mukhtar Magomedov (@Mukhtarr_MD) February 3, 2022 Nágrannar földu sig Árásin hófst um klukkan eitt að staðartíma á aðfaranótt fimmtudags. Fólk sem býr nærri húsinu segir að því hafi verið verulega brugðið við áhlaupið og flestir segjast hafa leitað sér skjóls í kjöllurum, búrum og undir rúmum. Í samtali við blaðamann New York Times segja nágrannarnir að hermennirnir hafi ekki ráðist á húsið strax. Þess í stað hafi þeir ítrekað kallað eftir því að fólkið þar inni kæmi út. Einn maður sem rætt var við segir bandaríska hermenn hafa bankað á dyrnar hjá sér og sagt honum að fara með fjölskyldu sína á brott. Þau ættu að fela sig bak við nærliggjandi hús á meðan áhlaupið stæði yfir. Annar maður sagðist hafa farið inn í húsið eftir að áhlaupinu lauk og Bandaríkjamennirnir voru farnir á brott. Hann sagðist hafa fundið lík konu og barns og taldi að konan hefði sprengt sig og barnið í loft upp með sprengjuvesti. Ekki jafn áberandi og Baghdadi Raunverulegt nafn al-Qurayshi var Muhammad Said Abdel-Rahman al-Mawla en lítið var vitað um hann annað en að hann var talinn vera 45 ára gamall og fæddist í Írak. Hann tók við af Abu Bakr al-Baghdadi þegar sá sprengdi sig og þrjú börn sín í loft upp í sambærilegri árás á annað hús í Idlib-héraði. Sú árás var gerð í október 2019. Þegar al-Baghdadi var króaður af sprengdi hann sprengjuvesti sitt. Hann var sagður sofa í vestinu af ótta við að vera handsamaður af Bandaríkjamönnum. Sérfræðingur sem blaðamaður New York Times ræddi við segir al-Qurayshi hafa notið mikillar virðingar meðal ISIS-liða og hann hafi verið þekktur fyrir að vera gáfaður og sýnt góða herkænsku. Skömmu eftir að hann tók við af Baghdadi settu Bandaríkin tíu milljónir dala til höfuðs hans. Eftir að hann tók við stjórn ISIS hélt hann sér í skuggunum og er það talið hafa komið niður á viðleitni ISIS-liða til að auka umsvif samtakanna. Undanfarið hefur árásum ISIS-liða í Írak og Sýrlandi farið fjölgandi og umfang þeirra aukist. Sjá einnig: ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Al-Qurayshi er sagður hafa treyst á undirmann sinn sem bjó á annarri hæð hússins og fjölda sendiboða sem báru skipanir hans og skilaboð til ISIS-liða í Sýrlandi og Írak. Hann notaðist ekki við raftæki sem hægt væri að rekja úr fjarska. Sagður bera ábyrgð á raunum Jasída Biden sagði á blaðamannafundi á fimmtudaginn að al-Qurasyshi hefði borið ábyrgð á þjóðarmorði ISIS-liða á Jasídum í Írak árið 2014. Þá fóru ISIS-liðar sem stormsveipur um stór svæði í Írak og Sýrlandi og stofnuðu kalífadæmi þeirra. ISIS-liðar telja Jasída vera djöfladýrkendur og þurrkuðu út heilu þorpin. Þúsundir Jasída voru afhöfðaðir, brenndir lifandi. Þá rændu vígamenn þúsundum kvenna og stúlkna og hnepptu í þrældóm. Sjá einnig: „Ég get ekki sofið og er alltaf uppspennt“ Fjölmargar fjöldagrafir hafa fundist við heimkynni Jasída í Írak. „Þökk sé okkar hugrökku hermönnum, þá er þessi hræðilegi hryðjuverkaleiðtogi ekki lengur meðal okkar,“ sagði Biden.
Sýrland Bandaríkin Hernaður Fréttaskýringar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent