Fasteignasali metur jarðirnar 70 milljón krónum verðmætari en FSRE Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. febrúar 2022 08:26 Ágúst greindi frá því á dögunum að hann hygðist ekki sækjast eftir því að sinna áfram störfum sveitarstjóra eftir kosningarnar í vor. Jarðirnar Eystri-Kirkjubær og Vestri-Kirkjubær hafa verið metnar á 171 milljón króna af fasteignasala. Ríkiskaup höfðu metið jarðirnar á 105 milljónir króna árið 2019, þegar Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, óskaði fyrst eftir því að fá að kaupa þær. Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“ Rangárþing ytra Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Samkvæmt svörum frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum er málið nú í skoðun, meðal annars hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Þess ber að geta að verðmat fasteignasalans er unnið að beiðni FSRE og er hefðbundin þáttur í sölu eigna ríkisins til almennra borgara. Í fasteignamatinu kemur fram að á jörðunum, sem eru samliggjandi, séu fasteignir sem séu í eigu Ágústs og því ekki undir í matinu. Ágúst hefur ekki verið búsettur á Kirkjubæ en FSRE telur hann engu að síður uppfylla lagaskilyrði til að kaupa þær á grundvelli ákvæða um ábúðarkaup sem er að finna í jarðarlögum. Fjölskylda hans hefur stundað hrossarækt á Eystri-Kirkjubæ í áratugi. Almennt hektaraverð metur fasteignasalinn vera 400 þúsund krónur fyrir gróið land og land undir túnum, 220 þúsund krónur fyrir annað gróið land, að hluta votlendi, og 35 þúsund krónur fyrir úthaga, votlendi áreyrar, rýrt land og mela. Jarðirnar eru samtals um það bil 1.540 hektarar að stærð. Á ekki tilkall til Reyðarvatns Vísir greindi frá því í janúar að nokkur kurr væri í mönnum í sveitinni vegna fyrirhugaðra sölu á eignunum til Ágústs, bæði þar sem hann hefði ekki haft fasta búsetu á jörðunum og á þeim forsendum að kaupverðið væri langt undir raunvirði. Þá barst Vísi ábending um það að salan á jörðunum hefði ekki verið borin undir sveitarstjórn, líkt og kveðið er á um í jarðarlögum, heldur byggðarráð. Umræddan fund byggðarráðs sátu Ágúst og tveir samflokksmenn hans og einn fulltrúi minnihlutans. Ágúst vék hins vegar af fundi á meðan fjallað var um söluna og þá var samþykki byggðarráðs síðar staðfest af sveitarstjórn. Í fyrirspurnum Vísis til FSRE var einnig spurt um skráningu í lögbýlaskrá þar sem segir að eigendur jarðarinnar Reyðarvatns, sem er einnig í Rangárþingi ytra, séu ríkissjóður og „ábúandi Kirkjubæjar“. Í svari FSRE segir meðal annars: „Ríkisjörðin Reyðarvatn, L164544, er ekki hluti af byggingarbréfi ábúanda Kirkjubæjarjarðanna (Ágústs). Ábúandi Kirkjubæjar (Ágúst) á ekki kauprétt að jörðinni Reyðarvatni. Þessi skráning í lögbýlisskránni byggir á skráningu hjá sýslumanni. Ástæðan er þinglýst samkomulag frá 1962 um uppskiptingu á landi. Búið er að ganga frá þessari landsskiptingu með afmörkun á Kirkjubæjarjörðunum í mars 2020, en samkomulagið er enn þinglýst.“
Rangárþing ytra Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira