Þolinmæði menntaskólanema á þrotum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2022 19:42 Kári Freyr Kristinsson er forseti NFVÍ. sigurjón ólason Nemendur í Verzló skipulögðu skemmtikvöld í von um að ráðherra myndi aflétta samkomutakmörkunum í dag. Skemmtikvöldið fer fram með rafrænum hætti og segist formaður nemendafélagsins sár út í stjórnvöld og að þolinmæðin sé á þrotum. Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Í vikunni sagði heilbrigðisráðherra að mögulega yrðu tilslakanir á samkomutakmörkunum kynntar í dag. Nemendur Verzlunarskólans biðu spenntir eftir því að ráðherra gengi út af ríkisstjórnarfundi í morgun því þeir voru búnir að ákveða að ef fleiri mættu koma saman yrði blásið til skemmtikvölds. „Síðan eftir ríkisstjórnarfund þá voru mikil vonbrigði að fá ekki þær fréttir sem maður var að búast við eða vonast eftir,“ sagði Kári Freyr Kristinsson, forseti NFVÍ. Skemmtikvöldið verður því rafrænt. Kári segir að ráðherrar þurfi að fara varlega í að byggja upp væntingar fólks. „Maður þarf kannski að fara varlega í að reyna að byggja upp væntingar sem síðar er ekki hægt að standa við. Ég skil þetta alveg en þetta er sárt fyrir okkur menntskælinga. Maður upplifir að það sé búið að taka svolítið margt af manni og auðvitað er maður kannski sár út í stjórnvöld en það er ekkert við því að gera.“ Nemendur segja tíma til kominn að stjórnvöld hugsi um líðan nemenda. Þeir segjast hættir að taka mark á stjórnvöldum. „Nei, nei. Það er ekki hægt að taka mark á neinu sem þau segja, þau gera aldrei neitt af því sem þau ætla að gera. Það er alltaf sagt eitt og gert annað,“ sögðu Herborg, Júlía, Brynja og Erling. Finnst ykkur stjórnvöld hafa brugðist ykkur? „Já,“ sögðu þau öll í kór. Kári skorar á stjórnöld að hugsa um hag menntaskólanema. „Og koma með einhver úrræði fyrir okkur því að tíminn er mjög naumur.“ Nemendur langi til þess að njóta síðustu mánuði skólagöngunnar til fulls. „Miðað við hversu bjartsýn stjórnvöld eru í dag þá held ég að við séum líka bjartsýn en þolinmæðin er eiginlega alveeg á þrotum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Tengdar fréttir Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00 Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Flúði til Danmerkur vegna íslenskra takmarkana Háskólanemi ákvað að flytja til Danmerkur þegar afléttingar voru tilkynntar þar í landi í haust. Hún vill nýta háskólaárin til þess að skemmta sér og segir það erfitt þegar samkomutakmarkanir eru harðar. 3. febrúar 2022 21:00