Viðskipti innlent

Kea­hótel ætla í sókn á Sigló

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sigló Hótel er nýjasta hótel í keðju Keahótela.
Sigló Hótel er nýjasta hótel í keðju Keahótela. vísir

Kea­hótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starf­semi þess á Siglu­firði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrir­tækisins. Fram­kvæmda­stjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferða­þjónustu á Ís­landi.

Það var at­hafna­maðurinn Róbert Guð­finns­son sem stofnaði hótelið og hefur undan­farin ár staðið í um­fangs­mikilli ferða­þjónustu­starf­semi á Siglu­firði.

Hann á­kvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Kea­hótel síðan undir leigu­samning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy.

Róbert segir gríðar­lega um­brota­tíma fram undan í ferða­þjónustu á Ís­landi.

„Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í upp­stokkun. Mörg fyrir­tæki eru veru­lega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrir­tæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá um­breytingu sem býður okkar,“ segir Róbert.

Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill

Hann treystir Kea­hótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin.

„Ég held að fram­tíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknar­liðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endur­skipu­lagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigur­liðinu,“ segir Róbert.

Bjart fram undan

Fram­kvæmda­stjóri Kea­hótela segir að hótelið verði nú sam­tengt rekstri annarra hótela fyrir­tækisins.

Mark­miðið sé að efla ferða­þjónustu á Siglu­firði enn frekar sem hefur verið í mikilli upp­sveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heims­far­aldrinum.

Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend

„Já, alveg klár­lega. Alveg klár­lega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Inn­viðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda á­fram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigur­jóns­son, for­stjóri Kea­hótela.

Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar far­aldurinn virðist vera að klárast.

„Já, ég er mjög bjart­sýnn. Þetta er allt að lifna við.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×