„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 20:11 Jakob Guðnason er björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi Stöð 2/Arnar Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan:
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira