Léttir að mega sýna fyrir fullum sal Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 23:41 Meðlimir VHS eru hæstánægðir með að mega sýna fyrir fullum sal á ný. Stöð 2 Uppistandshópurinn VHS hélt uppistand fyrir fullum sal gesta í Tjarnarbíói í kvöld. Þau segja samkomur fólks skipta miklu máli upp á stemninguna á uppistandssýningum. Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
Í vikunni ákvað Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra að hætta að gera kröfu um eins metra nálægðarmörk á sitjandi viðburðum. Það þýðir að svo lengi sem ekki séu fleiri en fimm hundruð í hólfi á sitjandi viðburði þarf ekki að gæta nálægðartakmarka. Þetta hefur vakið mikla kátínu meðal sviðslistafólks, Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins segist til að mynda vera „hoppandi glöð“ með breytinguna. Meðlimir uppistandshópsins VHS virðast vera það líka en fréttamaður okkar heyrði í þeim að lokinni sýningu þeirra í Tjarnarbíói í kvöld. Þeirri fyrstu fyrir fullum sal í langan tíma. Þau segja mikinn létti að mega loks skemmta án fjarlægðartakmarkanna. „Það er svo gott upp á góðu stemninguna þegar fólk kemur saman, sérstaklega í uppistandi,“ segir Vilhelm Neto, einn meðlima VHS. „Fólk þorir minna að hlæja þegar það eru fáir í kring um þig, ef þinn hlátur heyrist mjög afgerandi. Þá eru sumir að draga sig í hlé,“ segir Vigdís Hafliðadóttir uppistandari. Hvetja fólk til að hlæja með augunum Þau segja þó að það sé minni stemning þegar fólk þarf að bera grímur í áhorfendasal, en stemning samt sem áður. Þau segjast sjá á augunum á fólki þegar það skemmtir sér. „Við biðlum til fólks að brosa með augunum,“ segir Hákon Örn Helgason uppistandari. Vilhelm Neto með sýnikennslu í augnabrosi.Stöð 2 Þá minnir það Vigdísi á uppistand yfir netið, þá fái skemmtikraftar engin viðbrögð frá þeim skemmtu. „Þá þarf maður bara að fara með möntruna: Ég hef sagt þennan brandara áður, fólk hefur hlegið, mörgum finnst hann fyndinn þessi brandari. Af því það er ekkert að koma til baka,“ segir hún. Stefán Ingvar Vigfússon, fjórði meðlimur VHS, var enn á sviði þegar fréttamaður náði tali af félögum hans. Af hlátrasköllum sem heyrðust úr sal má ætla að þar hafi hann farið með gott grín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Uppistand Reykjavík Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira