Brotið gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 13:00 Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Berglind Ósk Guðmundsdóttir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Samantekt Barnaverndarstofu um fjölda tilkynninga til Barnaverndarnefnda um brot gegn börnum á árunum 2019-2021 leiðir í ljós að tilkynningum hefur fjölgað um 16,9% á covid árunum 2020-2021. Á árinu 2021 bárust 720 tilkynningar vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum, eða 39,8% fleiri tilkynningar um kynferðisofbeldi en á árinu 2020. Ef miðað er við 2019 er munurinn enn meiri, eða sem nemur 51,6%. Meira en helmingi fleiri. Á bakvið hvern sem um fjölgar liggja mörg mannslíf í rúst, sár sem aldrei gróa. Líf sem aldrei verður samt. Tilkynningum frá skólum og heilbrigðiskerfinu hefur á tímabilinu einnig farið fjölgandi. Á árinu 2021 bárust 1.846 tilkynningar frá skólakerfinu, það er fjölgun um rúmlega 200 frá árinu 2019, og fjölgun um 26% frá heilbrigðisþjónustunni. Gera má ráð fyrir því að tilkynningar frá skólum og heilbrigðiskerfinu séu byggðar á rökstuddum grun og ber að taka þessari fjölgun grafalvarlega. Það þarf að tryggja að til staðar séu viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og kennara sem verða þess áskynja að börn lifi ekki við ásættanlegar aðstæður. Mikilvægt er að efla þjálfun, vitund og viðbrögð þeirra svo rétt sé staðið að málum. Í mörgum tilfellum verður að grípa strax til aðgerða svo barn hljóti ekki enn meiri skaða af aðstæðum heima fyrir. Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur aukist á covid-árunum, úr 908 í 1171 á tímabilinu. Þetta er þróun í þveröfuga átt. Ástæða er til þess að hafa áhyggjur af námsframvindu barna í framhaldinu, en tilkynningum um vanrækslu barna vegna náms hefur sérstaklega fjölgað og má leiða að því líkur að takmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða hafi haft áhrif hér. Það þarf að spyrja spurninga um framhaldið, hvernig á að styðja við þessi börn svo að vanrækslan hafi ekki langvarandi áhrif á námsframvindu þeirra? Ég tel það eitt brýnasta verkefnið okkar hér að láta ekki þessa þróun sem ógnar heilsu og velferð barnanna okkar óátalda án markvissra viðbragða. Ég mun leggja fram fyrirspurn til mennta- og barnamálaráðherra á Alþingi til að kalla fram viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er okkar frumskylda að standa með börnunum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun