Cessna 172 Skyhawk skipar einstakan sess í flugsögunni Kristján Már Unnarsson skrifar 7. febrúar 2022 15:22 Frúin hans Ómars Ragnarssonar, TF-FRU, er af gerðinni Cessna 172 Skyhawk. Ljósmyndina tók Eggert Norðdahl á túni við Hvolsvöll vorið 2010 þegar Ómar var í ljósmyndaflugi í kringum eldgosið í Eyjafjallajökli. Eggert Norðdahl Flugvélar af gerðinni Cessna 172 Skyhawk, eins og sú sem fórst á Þingvallavatni fyrir helgi, skipa markverðan sess í flugsögunni. Tegundin er mest framleidda flugvél heims og því telja margir að hún geti með réttu borið titilinn vinsælasta flugvél sögunnar. Allt frá því hún flaug fyrst árið 1955 hafa yfir 44 þúsund eintök verið smíðuð. 67 árum síðar er flugvélin enn í framleiðslu, en hlé var þó gert á smíði hennar um tíma. TF-FRU á Sauðárflugvelli, sem er norðan Brúarjökuls og vestan Hálslóns. Snæfell í baksýn.Ómar Ragnarsson „Skyhawk er vinsælasta, mest framleidda og öruggasta einkaflugvél í heiminum,“ segir Ómar Ragnarsson, eigandi Frúarinnar, þeirrar Cessnu 172, sem telja má þekktasta hérlendis. Ómar nýtti hana um áratugaskeið til að færa áhorfendum ógleymanlegt sjónvarpsefni heim í stofu. Ómar hefur reyndar í gegnum tíðina átt þrjár flugvélar þessarar gerðar sem borið hafa einkennisstafina TF-FRU. Þá fyrstu eignaðist hann árið 1971 en þeirri síðustu segir hann að hafi ekkert verið flogið síðan árið 2014. Flugvélin sem Mathias Rust lenti á Rauðatorginu í Moskvu er af gerðinni Cessna 172. Hún er núna til sýnis á tækniminjasafninu í Berlín.Eggert Norðdahl Frægasti Skyhawk heims er þó sennilega sá sem Mathias Rust lenti á Rauðatorginu í Moskvu í maímánuði 1987. Sovéski herinn varð þá aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum en Reykjavík kom við sögu þeirrar flugferðar. Cessna 172 er einnig algengasta flugvél íslenska flugflotans og hefur svo verið í áratugi. Um fjörutíu eintök eru núna á íslensku loftfaraskránni. Ef systurvélar hennar eru taldar með, litlu systurnar Cessna 150 og 152 og stóra systirin Cessna 182, telur íslenski Cessna-flotinn um áttatíu eintök. Cessna Mathiasar Rust á Reykjavíkurflugvelli, rétt áður en hann lagði upp í flugferðina frægu til Moskvu.Eggert Norðdahl Vinsældir hennar má einkum rekja til þess hversu einfalt er að fljúga henni og auðvelt að læra á hana. Hún þykir jafnframt áreiðanleg og traust og slysatíðni hennar er sú lægsta í einkaflugi. Dauðaslys eru 0,56 á 100.000 flugstundir meðan meðaltalið eru 1,3 dauðaslys á 100.000 flugstundir. „Það er svo auðvelt að fljúga henni. Svo er hún svo hrekklaus,“ segir Ómar. „Eftir að hafa flogið henni þúsundir tíma finnst þér að vængirnir á henni hafi vaxið út úr þér. Flugmaður og flugvél verða eitt.“ Frumgerðin árið 1955. Cessna 172 var þróuð út frá Cessna 170, sem er stélhjólsvél og flaug fyrst árið 1948.Cessna Ómar segir flugvélina þó ekki skara fram úr á neinu sviði. Hún klifri ekki mest og sé ekki hraðfleyg. En þegar allir eiginleikar hennar leggist saman verði útkoman ein besta einkaflugvél sögunnar. Þær flugvélar sem næstar koma Cessnu 172 í framleiddum eintakafjölda voru báðar orustuvélar í síðari heimstyrjöld, hin sovéska Ilyushin Il-2, í 36 þúsund eintökum, og hin þýska Messerschmitt Bf 109, í um 35 þúsund eintökum, samkvæmt alfræðisíðunni wikipedia. Þar á eftir koma Piper PA-28 og Cessna 150/152, með rúmlega 30 þúsund eintök hvor. Þótt Cessna 172 hafi mest verið nýtt sem einka- og kennsluvél hafa flugherir um tuttugu ríkja keypt hana til æfinga- og eftirlitsflugs. Þá gerði Landamæraeftirlit Bandaríkjanna út flota slíkra véla til að fylgjast með landamærum Mexíkós og Bandaríkjanna. Þess má geta að það var Ómar Ragnarsson á Cessna Skyhawk, TF-FRU, sem fyrstur gat lýst yfir goslokum í Eyjafjallajökli, sem greint var frá í þessari frétt vorið 2010: Ómar notaði einnig Frúna til að kvikmynda fyllingu Hálslóns haustið 2006. Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Atburðurinn þegar unglingurinn Mathias Rust gerði sovéska herinn að aðhlátursefni er talinn hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Upphafið var í Reykjavík. 29. maí 2017 22:00 Ómar brotlenti við Sultartangalón Flugkappinn landsfrægi slapp ómeiddur en vélin hafnaði á hvolfi og skemmdist töluvert. 17. júní 2013 22:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Allt frá því hún flaug fyrst árið 1955 hafa yfir 44 þúsund eintök verið smíðuð. 67 árum síðar er flugvélin enn í framleiðslu, en hlé var þó gert á smíði hennar um tíma. TF-FRU á Sauðárflugvelli, sem er norðan Brúarjökuls og vestan Hálslóns. Snæfell í baksýn.Ómar Ragnarsson „Skyhawk er vinsælasta, mest framleidda og öruggasta einkaflugvél í heiminum,“ segir Ómar Ragnarsson, eigandi Frúarinnar, þeirrar Cessnu 172, sem telja má þekktasta hérlendis. Ómar nýtti hana um áratugaskeið til að færa áhorfendum ógleymanlegt sjónvarpsefni heim í stofu. Ómar hefur reyndar í gegnum tíðina átt þrjár flugvélar þessarar gerðar sem borið hafa einkennisstafina TF-FRU. Þá fyrstu eignaðist hann árið 1971 en þeirri síðustu segir hann að hafi ekkert verið flogið síðan árið 2014. Flugvélin sem Mathias Rust lenti á Rauðatorginu í Moskvu er af gerðinni Cessna 172. Hún er núna til sýnis á tækniminjasafninu í Berlín.Eggert Norðdahl Frægasti Skyhawk heims er þó sennilega sá sem Mathias Rust lenti á Rauðatorginu í Moskvu í maímánuði 1987. Sovéski herinn varð þá aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum en Reykjavík kom við sögu þeirrar flugferðar. Cessna 172 er einnig algengasta flugvél íslenska flugflotans og hefur svo verið í áratugi. Um fjörutíu eintök eru núna á íslensku loftfaraskránni. Ef systurvélar hennar eru taldar með, litlu systurnar Cessna 150 og 152 og stóra systirin Cessna 182, telur íslenski Cessna-flotinn um áttatíu eintök. Cessna Mathiasar Rust á Reykjavíkurflugvelli, rétt áður en hann lagði upp í flugferðina frægu til Moskvu.Eggert Norðdahl Vinsældir hennar má einkum rekja til þess hversu einfalt er að fljúga henni og auðvelt að læra á hana. Hún þykir jafnframt áreiðanleg og traust og slysatíðni hennar er sú lægsta í einkaflugi. Dauðaslys eru 0,56 á 100.000 flugstundir meðan meðaltalið eru 1,3 dauðaslys á 100.000 flugstundir. „Það er svo auðvelt að fljúga henni. Svo er hún svo hrekklaus,“ segir Ómar. „Eftir að hafa flogið henni þúsundir tíma finnst þér að vængirnir á henni hafi vaxið út úr þér. Flugmaður og flugvél verða eitt.“ Frumgerðin árið 1955. Cessna 172 var þróuð út frá Cessna 170, sem er stélhjólsvél og flaug fyrst árið 1948.Cessna Ómar segir flugvélina þó ekki skara fram úr á neinu sviði. Hún klifri ekki mest og sé ekki hraðfleyg. En þegar allir eiginleikar hennar leggist saman verði útkoman ein besta einkaflugvél sögunnar. Þær flugvélar sem næstar koma Cessnu 172 í framleiddum eintakafjölda voru báðar orustuvélar í síðari heimstyrjöld, hin sovéska Ilyushin Il-2, í 36 þúsund eintökum, og hin þýska Messerschmitt Bf 109, í um 35 þúsund eintökum, samkvæmt alfræðisíðunni wikipedia. Þar á eftir koma Piper PA-28 og Cessna 150/152, með rúmlega 30 þúsund eintök hvor. Þótt Cessna 172 hafi mest verið nýtt sem einka- og kennsluvél hafa flugherir um tuttugu ríkja keypt hana til æfinga- og eftirlitsflugs. Þá gerði Landamæraeftirlit Bandaríkjanna út flota slíkra véla til að fylgjast með landamærum Mexíkós og Bandaríkjanna. Þess má geta að það var Ómar Ragnarsson á Cessna Skyhawk, TF-FRU, sem fyrstur gat lýst yfir goslokum í Eyjafjallajökli, sem greint var frá í þessari frétt vorið 2010: Ómar notaði einnig Frúna til að kvikmynda fyllingu Hálslóns haustið 2006.
Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Atburðurinn þegar unglingurinn Mathias Rust gerði sovéska herinn að aðhlátursefni er talinn hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Upphafið var í Reykjavík. 29. maí 2017 22:00 Ómar brotlenti við Sultartangalón Flugkappinn landsfrægi slapp ómeiddur en vélin hafnaði á hvolfi og skemmdist töluvert. 17. júní 2013 22:40 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brást of harkalega við dyraati Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Atburðurinn þegar unglingurinn Mathias Rust gerði sovéska herinn að aðhlátursefni er talinn hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Upphafið var í Reykjavík. 29. maí 2017 22:00
Ómar brotlenti við Sultartangalón Flugkappinn landsfrægi slapp ómeiddur en vélin hafnaði á hvolfi og skemmdist töluvert. 17. júní 2013 22:40