Kosningastjóri síðast fer nú sjálf í framboð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2022 15:50 Sandra Hlíf Ocares óskar eftir stuðningi í þriðja sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sandra Hlíf Ocares gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og sækist eftir 3. sæti. Sandra Hlíf er fædd árið 1980, lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hlaut lögmannsréttindi. Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Byggingavettvangsins sem vann meðal annars að breytingum á nýjum mannvirkjalögum. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi og yfirlögfræðingur Plain Vanilla. Sandra situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og í kærunefnd útlendingamála. Hún hefur gengt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var hún til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sandra hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, sat í stjórn VÍS, var varaformaður stjórnar ÍV sjóða og formaður tilnefningarnefndar „Reykavík hefur alla burði til að eflast mjög næstu árin - ef haldið er rétt á spilinum. Borgin líður nú fyrir óþarflega mikla yfirbyggingu og kerfishugsun. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnarmiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, húsnæðisvandann og seinagang borgarkerfisins ásamt því að eyða ákvarðanafælni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni,“ segir Sandra í tilkynningu. „Ráðast þarf í að skera niður í þeirri yfirbyggingu sem hefur fengið að vaxa nær stjórnlaust síðustu ár. Ótal tækifæri liggja í að einfalda regluverk og löngu tímabærum áherslum á tækni og rafræna stjórnsýslu. Þannig losna fjármunir sem nýta má í grunnþjónustuna sem fólkið treystir á að sé í lagi.“ Börnin í borginni eigi að búa við sömu tækifæri og njóta umhverfis þar sem þau blómstri á eigin forsendum. „Ég legg áherslu á að foreldrar hafi val þegar kemur að þjónustu leik- og grunnskóla og að yngstu börnin eigi öruggt pláss á leikskóla. Húsnæðisvandinn í Reykjavík er risastórt velferðarmál sem þarf að taka föstum tökum og leysa. Mörg tækifæri liggja í því að nýta tæknina til að stytta biðtíma og auka gagnsæi. Sveigjanleiki er lykilatriði í því að hægt sé að byggja upp fjölbreytt og gott húsnæði eftir þörfum borgarbúa.“ Reykjavíkurborg eigi miklu meira inni og eigi að geta verið frábær staður fyrir alla íbúa hennar - óháð aldri, lífsstíl, fjölskyldumynstri eða hverfum. „Reynsla mín úr atvinnulífinu, nefnda- og stjórnarsetum og sem íbúi Reykjavíkur veitir mér góðan grundvöll til að takast það verkefni á hendur. Ég vil gera borgina betri fyrir okkur öll.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri Byggingavettvangsins sem vann meðal annars að breytingum á nýjum mannvirkjalögum. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi og yfirlögfræðingur Plain Vanilla. Sandra situr í barnaverndarnefnd Reykjavíkur og í kærunefnd útlendingamála. Hún hefur gengt ýmsum stjórnar- og trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn og var hún til að mynda kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Sandra hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, sat í stjórn VÍS, var varaformaður stjórnar ÍV sjóða og formaður tilnefningarnefndar „Reykavík hefur alla burði til að eflast mjög næstu árin - ef haldið er rétt á spilinum. Borgin líður nú fyrir óþarflega mikla yfirbyggingu og kerfishugsun. Þjónusta við fólkið í borginni hefur mætt afgangi og þarfir þess ekki verið i forgangi. Þessu vil ég breyta. Ég trúi því að með nýrri og lausnarmiðaðri hugsun megi leysa vanda fjölskyldufólks, húsnæðisvandann og seinagang borgarkerfisins ásamt því að eyða ákvarðanafælni. Ég býð fram krafta mína og reynslu í það verkefni,“ segir Sandra í tilkynningu. „Ráðast þarf í að skera niður í þeirri yfirbyggingu sem hefur fengið að vaxa nær stjórnlaust síðustu ár. Ótal tækifæri liggja í að einfalda regluverk og löngu tímabærum áherslum á tækni og rafræna stjórnsýslu. Þannig losna fjármunir sem nýta má í grunnþjónustuna sem fólkið treystir á að sé í lagi.“ Börnin í borginni eigi að búa við sömu tækifæri og njóta umhverfis þar sem þau blómstri á eigin forsendum. „Ég legg áherslu á að foreldrar hafi val þegar kemur að þjónustu leik- og grunnskóla og að yngstu börnin eigi öruggt pláss á leikskóla. Húsnæðisvandinn í Reykjavík er risastórt velferðarmál sem þarf að taka föstum tökum og leysa. Mörg tækifæri liggja í því að nýta tæknina til að stytta biðtíma og auka gagnsæi. Sveigjanleiki er lykilatriði í því að hægt sé að byggja upp fjölbreytt og gott húsnæði eftir þörfum borgarbúa.“ Reykjavíkurborg eigi miklu meira inni og eigi að geta verið frábær staður fyrir alla íbúa hennar - óháð aldri, lífsstíl, fjölskyldumynstri eða hverfum. „Reynsla mín úr atvinnulífinu, nefnda- og stjórnarsetum og sem íbúi Reykjavíkur veitir mér góðan grundvöll til að takast það verkefni á hendur. Ég vil gera borgina betri fyrir okkur öll.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Nálægt tvö hundruð manns tilkynnt um veikindi eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira