Þurfti aðstoð lögreglu fyrir utan þinghúsið Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2022 22:33 Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins. EPA Lögreglan í London þurfti að koma Keir Starmer, leiðtoga Verkamannaflokksins, til aðstoðar eftir að æstir mótmælendur veittust að honum fyrir utan þinghúsið. Mótmælendurnir hópuðust að Starmer og öskruðu „svikari“ og „Jimmy Savile“. Breskir þingmenn beina spjótum sínum að Boris Johnson, forsætisráðherra, í kjölfar atviksins en hann hafði nýverið haldið því fram að Starmer hefði mistekist að lögsækja barnaníðinginn alræmda Jimmy Savile á árum áður. Þar var um gamla og ósanna sögu að ræða. Einn aðstoðarmanna Johnsons sagði upp störfu í kjölfar þess að forsætisráðherrann lét þessi ummæli falla. Sjá einnig: Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Í frétt Sky News segir að einhverjir mótmælendanna hafi verið að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna faraldurs kórónuveirunnar en margir hafi heyrst saka Starmer um að verja barnaníðinga. Hér má sjá tíst eins Davids Lammy, þingmanns Verkamannaflokksins, sem kennir Boris Johnson um atvikið. Hann var á staðnum. No surprise the conspiracy theorist thugs who harassed @Keir_Starmer & I repeated slurs we heard from @BorisJohnson last week at the despatch box.Intimidation, harassment and lies have no place in our democracy. And they won t ever stop me doing my job. pic.twitter.com/Io4JBJoHfQ— David Lammy (@DavidLammy) February 7, 2022 Í frétt Guardian segir að það séu ekki bara þingmenn Verkamannaflokksins sem séu reiðir út í Johnson vegna atviksins. Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins hafi gagnrýnt forsætisráðherrann og þar á meðal eru þingmenn sem hafa opinberað að þau vilji losna við Johnson sem leiðtoga flokksins. Johnson sjálfur sagði á Twitter að hegðun fólksins í garð leiðtoga stjórnarandstöðunnar væri fyrir neðan allar hellur og að áreiti í garð stjórnmálamanna væri óásættanlegt. The behaviour directed at the Leader of the Opposition tonight is absolutely disgraceful. All forms of harassment of our elected representatives are completely unacceptable.I thank the police for responding swiftly.— Boris Johnson (@BorisJohnson) February 7, 2022 Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Breskir þingmenn beina spjótum sínum að Boris Johnson, forsætisráðherra, í kjölfar atviksins en hann hafði nýverið haldið því fram að Starmer hefði mistekist að lögsækja barnaníðinginn alræmda Jimmy Savile á árum áður. Þar var um gamla og ósanna sögu að ræða. Einn aðstoðarmanna Johnsons sagði upp störfu í kjölfar þess að forsætisráðherrann lét þessi ummæli falla. Sjá einnig: Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Í frétt Sky News segir að einhverjir mótmælendanna hafi verið að mótmæla sóttvarnaraðgerðum vegna faraldurs kórónuveirunnar en margir hafi heyrst saka Starmer um að verja barnaníðinga. Hér má sjá tíst eins Davids Lammy, þingmanns Verkamannaflokksins, sem kennir Boris Johnson um atvikið. Hann var á staðnum. No surprise the conspiracy theorist thugs who harassed @Keir_Starmer & I repeated slurs we heard from @BorisJohnson last week at the despatch box.Intimidation, harassment and lies have no place in our democracy. And they won t ever stop me doing my job. pic.twitter.com/Io4JBJoHfQ— David Lammy (@DavidLammy) February 7, 2022 Í frétt Guardian segir að það séu ekki bara þingmenn Verkamannaflokksins sem séu reiðir út í Johnson vegna atviksins. Nokkrir núverandi og fyrrverandi þingmenn Íhaldsflokksins hafi gagnrýnt forsætisráðherrann og þar á meðal eru þingmenn sem hafa opinberað að þau vilji losna við Johnson sem leiðtoga flokksins. Johnson sjálfur sagði á Twitter að hegðun fólksins í garð leiðtoga stjórnarandstöðunnar væri fyrir neðan allar hellur og að áreiti í garð stjórnmálamanna væri óásættanlegt. The behaviour directed at the Leader of the Opposition tonight is absolutely disgraceful. All forms of harassment of our elected representatives are completely unacceptable.I thank the police for responding swiftly.— Boris Johnson (@BorisJohnson) February 7, 2022
Bretland Tengdar fréttir Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17