Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 17:40 Colbert velti mikið fyrir sér þessum þrettán ára gamla íslenska McDonalds hamborgara. Skjáskot Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna. McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira