Colbert grínast með McDonalds-borgarann hans Hjartar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. febrúar 2022 17:40 Colbert velti mikið fyrir sér þessum þrettán ára gamla íslenska McDonalds hamborgara. Skjáskot Síðasti McDonalds hamborgarinn, sem keyptur var á Íslandi, hefur vakið mikla athygli utan landssteinanna að undanförnu. Eftir að ferðatímaritið Atlas Obscura fjallaði um hamborgarann, sem var keyptur 31. október 2009, hefur borgarinn fangað athygli ýmissa framámanna. McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
McDonalds hamborgarinn, sá síðasti sem keyptur var á Íslandi og er enn til í dag, er tæplega þrettán ára gamall. Eftir að hafa verið geymdur á Þjóðminjasafninu um nokkurt skeið, svo á gistiheimilinu Bus hostel Reykjavík, er hamborgarinn nú til sýnis á gistiheimilinu Snotru í Þykkvabæ. Hjörtur Smárason keypti hamborgarann daginn áður en síðustu veitingastaðir McDonalds lokuðu hér á landi í kjölfar Hrunsins. Fram kemur í grein Atlas Obscura að þremur árum eftir kaupin hafi hann fundið hamborgarann í poka úti í bílskúr. Hann hafi verið að taka þar til, fundið línuskauta og fleira dót sem mýs höfðu nagað sig í gegn um en við hliðina á gegnumnöguðum línuskautum lá óhreifður McDonaldspoki, sem mýsnar höfðu ekki virt viðlits. Haldandi að hamborgarinn og franskarnar væru myglaðar, eftir þriggja ára legu úti í bílskúr, kom á daginn að maturinn leit út sem hann hefði verið keyptur sama dag. Það sama má segja núna, tæpum þrettán árum síðar, en svo virðist sem tímans tönn hafi ekki náð tökum á hamborgaranum. Þetta vakti athygli bandaríska spjallþáttastjórnandans Steven Colbert en hann fjallaði um hamborgarann í þætti sínum sem fór í loftið 1. febrúar síðastliðinn. „Horfiði á þetta! Þetta var keypt árið 2009. Þú verður að velta fyrir þér því sem þú borðar þegar þú getur horft á matinn þrettán árum síðar og sagt: Þú ert alveg jafn fallegur og daginn sem ég kynntist þér,“ segir Colbert áður en hann veltir fyrir sér vali músanna, sem litu fram hjá hamborgaranum og nöguðu frekar línuskautana. „Þannig að mýsnar fundu poka af McDonalds en vildu frekar borða línuskautana. Það útskýrir af hverju McDonalds breytti slagorðinu sínu úr „Ég elska það“ yfir í „viðurkennt sem matur af að minnsta kosti einni dýrategund“,“ segir Colbert í gríni. Innslag Colbert um hamborgarann hefst í kring um fimmtu mínútu í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Matur Hollywood Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira