Loftslagsmálin hafa forgang Gunnar Valur Gíslason skrifar 9. febrúar 2022 08:01 Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Loftslagsmál Sorpa Strætó Samgöngur Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun