Katar Norðursins? Sabine Leskopf skrifar 9. febrúar 2022 09:57 Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Katar Mest lesið Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við sem búum hér á Íslandi berum okkur saman við önnur lönd þá kjósum við helst Norðurlöndin. Skandinavísku löndin þar sem lífsgæði eru með þeim bestu í heiminum fyrir flesta sem þar búa, þar sem jöfn tækifæri, mannréttindi og lýðræði eru höfð að leiðarljósi. En nú virðist Ísland að stefna annað og kannski kemur að því að við berum okkur frekar saman við Katar. Nú hef ég aldrei komið til Katar og skal gjarnan fræðast betur af fólki sem þekkir þar til. En samanburðurinn byggir á því sem ég heyri og les um ákveðna þætti þar og í sambærilegum löndum. Katar er land, þar sem innfæddir hafa aðgang að miklum lífsgæðum og það sama gildir fyrir vaxandi hóp svokallaðra „expats“, hámenntaðra útlendinga sem er boðið þangað til að vinna, til dæmis í tæknigeiranum, þar sem mikil þörf er fyrir þeirra sérþekkingu. Þau eru á góðum launum og hafa það gott í sinni enskumælandi búbblu, ætla að stoppa í nokkur ár og halda svo áfram, kannski til Barcelona eða Berlínar. Þau njóta fegurðar landsins og eru gæfa fyrir samfélagið en hafa kannski ekki mikla þörf eða jafnvel tækifæri til að taka virkan þátt í því. Og það skiptir eiginlega engu hvort þau læra eitthvert hrafl í tungumáli heimamanna til gamans eða ekki. Hins vegar er annar hópur að vaxa og vaxa en sést varla og það er hópur innflytjenda. Fólk sem flytur í nýja landið á fullorðinsárum og byrjar ánúllpunkti þar. Sem fær ekki aðgang að þessu lífsgæðum, fær varla tækifæri að læra og æfa sig í tungumáli landsins, því það talar hvort sem er enginn við þau nema á ensku. Sem fær ekki aðgang að betri störfum vegna þess að það talar ekki tungumálið og hefur ekki sambönd. Sem skilur ekki hvaða þróun er í gangi í samfélaginu, sérstaklega á þessum síðustu tveimur árum. Sem getur ekki aðstoðað börnin sín í skólanum og félagslífi. Sem horfir upp á að börnin þeirra fái kannski ekki betri tækifæri en þau sjálf. Er samanburður við Katar virkilega mjög ósanngjarn? Frá Katar heyrum t.d. við sögur um hræðilegar aðstæður erlends farandverkafólks sem byggir fótboltaleikvanga. Hér á Íslandi er skv. Vinnueftirlitinu tæplega helmingur þeirra sem lenda í vinnuslysi verkamenn af erlendum uppruna sem er ekki í samræmi við almennt hlutfalli þeirra. Ef við viljum frekar halda okkur við að bera okkur saman við Norðurlöndin, ef við viljum samfélag þar sem börn fái tækifæri að njóta sín til fulls óháð uppruna eða efnahag samfélagsins, þá þurfum við að taka okkur á. Þeir innflytjendur sem hafa lagt sig fram um að læra íslensku og taka þátt í samfélaginu þurfa að heyrast á öllum sviðum og í öllum kimum samfélagsins. Ég hef sem borgarfulltrúi af erlendum uppruna barist fyrir menntun barna með annað móðurmál, bættum samskiptum við foreldra þeirra og ráðningu fólks af erlendum uppruna í ábyrgðarstörf hjá borginni. Ég hef einnig stóreflt fjölmenningarráð borgarinnar þar sem nú sitja fulltrúar grasrótarsamtaka innflytjenda og starfsfólks af erlendum uppruna til að tryggja þeirra rödd innan stjórnsýslunnar. Og hitt er ekki síður mikilvægt að við sem erum innflytjendur séum ekki bara útlendingar frá morgni til kvölds. Ég sjálf er orðin miklu meiri Reykvíkingur eða íbúi í Laugardal en Þjóðverji eða Íslendingur, ég vil beita mér fyrir betri borg, í málefnum Sundabrautar, fyrir gæludýr eða ábyrgum fjármálum – bara með smá hreim. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og býður sig fram í 3.-4. sæti í flokksvali þann 12.-13. febrúar.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar