Biden fordæmir „hatursfulla“ löggjöf gegn hinsegin fræðslu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2022 08:29 Andstæðingar frumvarpsins hafa meðal annars áhyggjur af því hvaða áhrif lögin muni hafa á sjálfsmynd hinsegin barna og ungmenna. epa/Cristobal Herrera Joe Biden Bandaríkjaforseti gagnrýnir harðlega frumvarp sem liggur fyrir þinginu í Flórída, þar sem kveðið er á um bann gegn því að minnast á samkynhneigð í barnaskólum. Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið. Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Ríkisstjórinn Ron DeSantis virðist styðja frumvarpið og þá hefur það nægilegan stuðning í þinginu til að verða að lögum á næstu dögum eða vikum. Andstæðingar þess segja það kynda undir fordóma gegn hinsegin fólki en fylgismenn að það snúist um að tryggja rétt foreldra. Frumvarpið mun meðal annars gera foreldrum kleift að höfða mál á hendur skólastjórnendum ef fjallað er um samkynhneigð í kennslu 5 til 11 ára barna. Forsetinn, eða aðstoðarmaður hans fyrir hann, tísti í fyrradag að hann vildi að allt hinsegin fólk vissi að það væri elskað og samþykkt nákvæmlega eins og það væri. „Ég styð við bakið á ykkur og ríkisstjórn mín mun halda áfram að berjast fyrir þeirri vernd og því öryggi sem þið verðskuldið,“ sagði hann. Kallaði hann umrætt frumvarp „hatursfullt“. I want every member of the LGBTQI+ community — especially the kids who will be impacted by this hateful bill — to know that you are loved and accepted just as you are. I have your back, and my Administration will continue to fight for the protections and safety you deserve. https://t.co/OcAIMeVpHL— President Biden (@POTUS) February 8, 2022 Eins og sakir standa eru lög í gildi í fjórum ríkjum Bandaríkjanna sem banna umræðu um aðrar kynhneigðir en gagnkynhneigð í barnaskólum. Ríkin eru Louisiana, Mississippi, Oklahoma og Texas. Þá samþykkti löggjafinn í Tennessee og Montana lög í fyrra þar sem kveðið var á um að foreldrar hefðu til þess heimild að krefjast þess að börnin þeirra væru ekki látin sitja undir umræðu um kynhneigð eða kynvitund. Bannið í Flórída kveður á um fræðslu í barnaskólum en í frumvarpinu eru skólastjórnendur einnig hvattir til að forðast umræðu um hinsegin málefni almennt, þegar það þykir ekki hæfa aldri eða þroska nemenda. DeSantis sagði á mánudag að skólar ættu að einbeita sér að kennslu vísinda og sögu og forðast umfjöllun um „óviðeigandi viðfangsefni“. Þá snérist málið raunverulega um að leyfa foreldrum að hafa eitthvað um það að segja hvað gerðist í skólastofunni. BBC fjallar um málið.
Bandaríkin Mannréttindi Hinsegin Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira