Rooney: Óttaðist að ég myndi drepa mig á drykkjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2022 10:01 Wayne Rooney í leiknum fræga á móti Íslandi á EM í Frakklandi 2016. Getty/Catherine Ivill Wayne Rooney hefur nú talað opinskátt um andlega heilsu sína og vandamál sitt með áfengi á meðan knattspyrnuferli hans stóð. Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Rooney gekk svo langt að segja að hann hafi óttast að andleg vanlíðan og drykkjan hefðu getað leitt hann til dauða þegar hann var að spila sem best inn á vellinum. Rooney átti magnaðan feril en hann er bæði markahæsti leikmaður sögunnar hjá Manchester United (253 mörk) og enska landsliðinu (53 mörk). Wayne Rooney: My binge drinking could have killed someoneWatch the full interview with @sallynugent tomorrow on #BBCBreakfast pic.twitter.com/zsfzpnJ6k8— BBC Breakfast (@BBCBreakfast) February 9, 2022 Rooney ræddi um þessi vandamál sín við breska ríkisútvarpið en út er að koma heimildarmynd um líf hans og knattspyrnuferil. Rooney var spurður út í hvaða mistök hann gerði á ferlinum og hversu stór andlegu vandamálin hans voru þegar hann var á hátindi ferils síns. Fullur undir stýri „Það gæti hafa verið stelpurnar, það gæti hafa verið að keyra undir áhrifum sem ég hef gert en það gæti líka hafa verið að drepa einhvern í þeim tilfellum. Þú getur líka drepið sjálfan þig á svo erfiðum stundum og það er mjög slæmur staður að vera á,“ sagði Wayne Rooney. „Ég vissi að ég þurfti á hjálpa að halda, ekki bara til að bjarga mér heldur einnig fjölskyldu minni,“ sagði Rooney. Rooney er nú knattspyrnustjóri Derby County en taldi sig ekki geta rætt vandamál sín á sínum tíma. „Fyrir tíu eða fimmtán árum þá gat ég ekki komið inn í klefann og sagt að ég ætti í vandræðum með áfengi eða að ég væri í vandræðum með andlega heilsu mína. Ég gat ekki gert það,“ sagði Rooney. Var ekki tilbúinn fyrir þetta líf Manchester United keypt hann frá Everton þegar Rooney var bara átján ára gamall en hann sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni aðeins sextán ára. Rooney segist ekki hafa verið tilbúinn að taka þetta risaskref svo ungur. Hann vissi ekkert um hinar hliðarnar á því að vera fótboltamaður. „Það tók mig tíma að venjast því og hvernig ég gæti ráðið við það. Ég hafði aldrei áttað mig á hinni hliðinni á því að vera fótboltaleikmaður. Ég var ekki tilbúinn fyrir það líf. Þetta var mér erfitt,“ sagði Rooney. Heimildarmyndin „Rooney“ verður aðgengileg á Amazon Prime á morgun. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=uR5FVRNY9FU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Fíkn Bretland England Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira