Í tilkynningu frá Póstinum segir að Auður muni bera ábyrgð á samræmdri upplifun viðskiptavina og nálgun í gegnum sölu, þjónustu og markaðmál.
„Auður starfaði síðast hjá ferðaþjónustufyrirtækinu I Heart Reykjavík sem eigandi og framkvæmdastjóri. Þar áður var Auður sjálfstætt starfandi ráðgjafi í vef- og markaðsmálum auk þess að starfa sem vefstjóri hjá Bandalagi Íslenskra Farfugla.
Auður er þessa dagana að skrifa lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði með áherslu á þjónustu en umfjöllunarefni verkefnisins er staða omnichannel verslunar á íslenskum smásölumarkaði,“ segir í tilkynningunni.