Gísli fyrstur til að gefa blóð 250 sinnum Atli Ísleifsson skrifar 10. febrúar 2022 12:14 Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, var mættur í Blóðbankann í morgun. Ekki í fyrsta sinn. Blóðbankinn Gísli I. Þorsteinsson, fyrrverandi lögreglumaður, varð í morgun fyrstur manna hér á landi til að gefa blóð 250 sinnum. Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði. Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Blóðbankinn vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í morgun, en Gísli er í hópi blóðflögugjafa og mætir því á fjögurra til sjö vikna fresti í slíka gjöf á Snorrabraut í Reykjavík þar sem Blóðbankinn er til húsa. „Þetta gekk bara vel. Mér líður alltaf mjög vel eftir þessar gjafir og hvet að sjálfsögðu alla til að gefa blóð,“ segir Gísli í samtali við Vísi. Hann segist hafa fyrst gefið blóð á áttunda áratugnum þegar hann var ungur lögreglumaður. „Ég hef reglulega gefið blóð síðan þó að það hafi orðið smá hlé þegar ég var í afreksíþróttum.“ Gísli fer í blóðflögugjafir þar sem blóð er tekið úr gjafanum og blóðsöfnunarvél dælir svo blóðinu um skilvindu þar sem það aðskilst í rauðkorn, blóðvökva og blóðflögur. Blóðgjafinn fær svo rauðu blóðkornin til baka ásamt hluta af blóðvökvanum. Blóðflögugjafar geta því farið oftar í Blóðbankann til að gefa en „hefðbundnir blóðgjafar“ sem þurfa að bíða í þrjá til fjóra mánuði áður hægt er að gefa á nýjan leik. Hér á landi kveða reglur á um að blóðflögugjafar mega ekki vera eldri en sjötíu ára. Gísli, sem verður sjötugur í ágúst, segist þó vona að hann geti áfram gefið blóð. „Ég vona að þetta verði skoðað. Ég vil gefa blóð áfram. Það væri synd ef ég fengi það ekki. Sjötíu er bara tala og segir ekki til um ástand blóðgjafans,“ segir Gísli glaður í bragði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Góðverk Tímamót Blóðgjöf Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira