Hætt við að bið eftir niðurstöðum lengist enn frekar vegna álags Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. febrúar 2022 15:00 Ógreind sýni hrannast upp vegna mikils álags á veirufræðideild Landspítala. Mynd/Landspítalinn/Þorkell Sóttvarnalæknir leggur til að hraðprófum verði beitt í auknum mæli í stað PCR-prófa í ljósi þess hve löng bið getur verið eftir niðurstöðum. Biðtíminn getur nú verið allt að þrír sólarhringar. Yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítala segir deildina ekki ráða við álagið um þessar mundir og óttast að biðtími muni lengjast hratt verði ekkert gert. Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Töluverð bið er nú eftir niðurstöðum úr PCR-sýnatökum en dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í meira en tvo sólarhringa eftir niðurstöðum. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir sýkla og veirufræðideildar Landspítalans, segir að biðtíminn eftir niðurstöðu hafi undanfarið verið að lengjast hægt og bítandi vegna mikils álags. Deildin ræður við að greina um fimm þúsund sýni á sólarhring en undanfarna daga hafa borist um eða yfir sjö þúsund sýni á sólarhring. Til að deildin gæti ráðið við fleiri sýni þyrfti að fá fleiri tæki og ráða talsvert fleiri starfsmenn. Að sögn Guðrúnar hefur í nokkurn tíma ekki tekist að vinna samdægurs þau sýni sem berast og í morgun átti til að mynda enn eftir að greina um sex til sjö þúsund sýni frá deginum áður. Þá var einnig enn verið að greina sýni frá 8. febrúar. „Nú má gera ráð fyrir því að biðtíminn sé tveir sólarhringar, eða jafnvel meira, en berist áfram jafn mörg sýni og undanfarið er því miður hætt við því að biðtíminn lengist hratt með hverjum deginum sem líður,“ segir Guðrún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hraðpróf verði notuð í auknum mæli Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nauðsynlegt væri að bregðast við. „Það er mjög óþægilegt fyrir fólk að bíða svona lengi en við erum hugsanlega að breyta sýnatökunum, setja ákveðið þak á sýnatökur og nota þá frekar hraðgreiningarpróf,“ sagði Þórólfur og vísaði til þess að fólk yrði sent í hraðpróf þegar að ákveðinn fjöldi PCR sýna hefur verið tekinn á einum degi. Undanfarna tvo daga hefur fjöldi jákvæðra sýna farið yfir tvö þúsund á sólarhring og er fólk látið vita að allt að 48 klukkustundir, og jafnvel meira, geti liðið þar til fólk fær svar vegna mikils álags. Íslensk erfðagreining hafði aðstoðað við að greina sýni fyrr á árinu en hefur nú hætt því. „Við þurfum að bregðast einhvern veginn við og það er hugsanlegt að við þurfum að nýta meira hraðgreiningarpróf en áður til að greina fólk,“ sagði Þórólfur. Afléttingar geti einnig hjálpað til Að því er kemur fram í tilkynningu á covid.is hefur breytingunni nú verið hrint í framkvæmd en á Suðurlandsbraut verður í boði að fara í hraðpróf þegar hámarks PCR sýnafjölda fyrir daginn er náð. Ef hraðpróf reynist jákvætt er áfram skylda að staðfesta það með PCR en hins vegar má telja daga í einangrun frá jákvæðu hraðprófi. Fólk er beðið um að halda sig til hlés eftir PCR próf en einangrun verður talin frá sýnatökudegi þó niðurstaða berist síðar. Þórólfur telur einnig mögulegt að afléttingar sem tilkynntar verða á morgun muni létta á sýnatökum. Guðrún segir að allt sem yrði til þess að fækka sýnum yrði til hjálpar en aðspurð um hvort nauðsyn væri á aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar á ný segir hún það í höndum sóttvarnalæknis en ekki spítalans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56 Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17 Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
2.167 greindust innanlands 2.167 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjórtán á landamærum. 10. febrúar 2022 10:56
Aldrei fleiri greinst með COVID-19 fyrir norðan Metfjöldi smita blasir nú við á Norðurlandi eystra en í gær greindust 375 með COVID-19. Gríðarlegt álag hefur verið á greiningardeild og sýnatökufólki sem nálgast hámarksafkastagetu. 9. febrúar 2022 12:17
Stórt skref í afléttingum kynnt á föstudag Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra reiknar með að stórt skref verði stigið í afléttingum sóttvarnaraðgerða á föstudaginn. 8. febrúar 2022 12:14