Eriksen sér enga áhættu í því að snúa aftur inn á fótboltavöllinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2022 11:02 Christian Eriksen sést hér kominn í búning Bentford. Instagram/@brentfordfc Christian Eriksen líkir því við kraftaverk að hann geti snúið aftur inn á völlinn með enska úrvalsdeildarliðinu Brentford. Eriksen samdi við Brentford fram á vor og mun þar spila sína fyrstu fótboltaleiki síðan að hann fór í hjartastopp í fyrsta leik Dana á Evrópumótinu í fyrra. Hinn 29 ára gamli danski miðjumaður var lífgaður við á grasinu á Parken og náði sér ótrúlega vel. Hann fékk græddan í sig gangráð og af þeim sökum mátti hann ekki lengur spila í ítölsku deildinni með Internazionale. Ítalska félagið sagði upp samningi hans í framhaldinu og hann kemur því til Brentford á frjálsri sölu. Part of BBC News 6 report on Christian Eriksen and his remarkable return with Brentford from the cardiac arrest that shocked sport. Expertly shot - & then edited in just 90 mins - by @nickwworth & producer Eoin Hempsall https://t.co/tUpnqTVkHR pic.twitter.com/MChL0MRr0b— Dan Roan (@danroan) February 11, 2022 „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakklæti,“ sagði Christian Eriksen við breska ríkisútvarpið. „Þakklæti til fólksins í kringum mig, liðsfélaganna, læknanna sem komu inn á völlinn, starfsfólkinu á sjúkrahúsinu og öllum sem hafa passað upp á mig,“ sagði Eriksen. „Svo eru það líka öll skilaboðin sem ég fékk þar sem ég og fjölskylda mín fengu svo mikinn stuðning. Það hefur verið yndislegt að fá allar þessar góðar kveðjur,“ sagði Eriksen. „Ég er mjög heppinn og ég hef sagt öllum að ég sé mjög þakklátur fyrir það sem þau gerðu því annars væri ég ekki hérna í dag,“ sagði Eriksen. „Ég lít á þetta þannig að ég hafi verið óheppinn en heppinn með stað. Ég vona að enginn lendi í svona og ég bjóst aldrei við því að ég myndi lenda í slíku. Sem betur var fólkið í kringum mig svo fljótt að átta sig á hlutunum. Ég er einstaklega þakklátur til læknanna á vellinum,“ sagði Eriksen. Danish footballer @ChrisEriksen8 collapsed and "died for five minutes" during last summer's Euros. Now he's preparing to make his debut for Brentford.He shares his amazing story with @DanRoan for BBC Sport.— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2022 Eriksen segist líka jafnvel vera í betra ástandi núna en fyrir atvikið. Hann ætlar sér að gera allt til að komast aftur á sama stað og hann var sem fótboltamaður. Hann óttast heldur ekki að takast á við áskoranirnar sem bíða hans. „Ég mun ekki breyta mínum leik. Ég hef þurft að passa vel upp á það að gera allar aukaæfingarnar og kannski er ég því ég betra formi áður. Það vantar bara fótboltann. Mér líður eins og ég sjálfur og sé enga fyrirstöðu fyrir því að komast aftur á sama stað,“ sagði Eriksen. Eriksen hugsaði ekki um það fyrst eftir atvikið að hann myndi snúa inn á völlinn. „Ég vildi fara í gegnum öll prófin og tala við alla læknana til að fá vita um alla möguleikana,“ sagði Eriksen. „Síðan þá, kannski frá því viku eftir atvikið, þegar þau sögu að það eina sem væri breytt væri að ég væri með gangráð, þá hef ég getað lifað eðlilegu lífi. Það er ekkert sem stendur í veg fyrir mér,“ sagði Eriksen. „Það var léttir en líka skrítið af því að ég vildi ekki ofgera mér. Ég vildi ekki taka neina óþarfa áhættu og þess vegna fór ég í allar mögulegar rannsóknir,“ sagði Eriksen. „Þetta sem ég er að gera núna mun ekki hafa áhrif á mig eftir þrjátíu ár. Ef þeir segja mér að eitthvað hafi breyst þá er það önnur saga,“ sagði Eriksen. „Ég sé enga áhættu, ég er með gangráð og ef eitthvað gerist þá er ég öruggur,“ sagði Eriksen. Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira
Eriksen samdi við Brentford fram á vor og mun þar spila sína fyrstu fótboltaleiki síðan að hann fór í hjartastopp í fyrsta leik Dana á Evrópumótinu í fyrra. Hinn 29 ára gamli danski miðjumaður var lífgaður við á grasinu á Parken og náði sér ótrúlega vel. Hann fékk græddan í sig gangráð og af þeim sökum mátti hann ekki lengur spila í ítölsku deildinni með Internazionale. Ítalska félagið sagði upp samningi hans í framhaldinu og hann kemur því til Brentford á frjálsri sölu. Part of BBC News 6 report on Christian Eriksen and his remarkable return with Brentford from the cardiac arrest that shocked sport. Expertly shot - & then edited in just 90 mins - by @nickwworth & producer Eoin Hempsall https://t.co/tUpnqTVkHR pic.twitter.com/MChL0MRr0b— Dan Roan (@danroan) February 11, 2022 „Það fyrsta sem kemur upp í hugann er þakklæti,“ sagði Christian Eriksen við breska ríkisútvarpið. „Þakklæti til fólksins í kringum mig, liðsfélaganna, læknanna sem komu inn á völlinn, starfsfólkinu á sjúkrahúsinu og öllum sem hafa passað upp á mig,“ sagði Eriksen. „Svo eru það líka öll skilaboðin sem ég fékk þar sem ég og fjölskylda mín fengu svo mikinn stuðning. Það hefur verið yndislegt að fá allar þessar góðar kveðjur,“ sagði Eriksen. „Ég er mjög heppinn og ég hef sagt öllum að ég sé mjög þakklátur fyrir það sem þau gerðu því annars væri ég ekki hérna í dag,“ sagði Eriksen. „Ég lít á þetta þannig að ég hafi verið óheppinn en heppinn með stað. Ég vona að enginn lendi í svona og ég bjóst aldrei við því að ég myndi lenda í slíku. Sem betur var fólkið í kringum mig svo fljótt að átta sig á hlutunum. Ég er einstaklega þakklátur til læknanna á vellinum,“ sagði Eriksen. Danish footballer @ChrisEriksen8 collapsed and "died for five minutes" during last summer's Euros. Now he's preparing to make his debut for Brentford.He shares his amazing story with @DanRoan for BBC Sport.— BBC Sport (@BBCSport) February 10, 2022 Eriksen segist líka jafnvel vera í betra ástandi núna en fyrir atvikið. Hann ætlar sér að gera allt til að komast aftur á sama stað og hann var sem fótboltamaður. Hann óttast heldur ekki að takast á við áskoranirnar sem bíða hans. „Ég mun ekki breyta mínum leik. Ég hef þurft að passa vel upp á það að gera allar aukaæfingarnar og kannski er ég því ég betra formi áður. Það vantar bara fótboltann. Mér líður eins og ég sjálfur og sé enga fyrirstöðu fyrir því að komast aftur á sama stað,“ sagði Eriksen. Eriksen hugsaði ekki um það fyrst eftir atvikið að hann myndi snúa inn á völlinn. „Ég vildi fara í gegnum öll prófin og tala við alla læknana til að fá vita um alla möguleikana,“ sagði Eriksen. „Síðan þá, kannski frá því viku eftir atvikið, þegar þau sögu að það eina sem væri breytt væri að ég væri með gangráð, þá hef ég getað lifað eðlilegu lífi. Það er ekkert sem stendur í veg fyrir mér,“ sagði Eriksen. „Það var léttir en líka skrítið af því að ég vildi ekki ofgera mér. Ég vildi ekki taka neina óþarfa áhættu og þess vegna fór ég í allar mögulegar rannsóknir,“ sagði Eriksen. „Þetta sem ég er að gera núna mun ekki hafa áhrif á mig eftir þrjátíu ár. Ef þeir segja mér að eitthvað hafi breyst þá er það önnur saga,“ sagði Eriksen. „Ég sé enga áhættu, ég er með gangráð og ef eitthvað gerist þá er ég öruggur,“ sagði Eriksen.
Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Sjá meira