Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Landspítala. Meðalaldur innlagðra er nú 63 ár. Karl á níræðisaldri með Covid-19 lést á legudeild í gær.
Í gær var staðan sú að 36 sjúklingar lágu inni á Landspítala með Covid-19 og þar af tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél.
8.361 sjúklingar eru nú í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.708 börn. Í gær voru 7.760 sjúklingar í Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.675 börn.
Covid sýktir starfsmenn Landspítala í einangrun eru nú 256, en voru 250 í gær.