Hinn 17 ára sóknarmaður Orri Steinn Óskarsson, sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar þjálfara Blika, er í byrjunarliði FCK. Þar er einnig hinn 18 ára gamli landsliðsmaður Ísak Bergmann Jóhannesson.
Andri Fannar Baldursson og Hákon Arnar Haraldsson eru aftur á móti ekki með FCK í dag. Andri fær því ekki tækifæri til að mæta sínu gamla liði en á heimasíðu FCK segir að hann hafi glímt við meiðsli.
Leikurinn hefst klukkan 16 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Byrjunarlið Blika er þannig skipað: Anton Ari Einarsson, Höskuldur Gunnlaugsson, Elfar Freyr Helgason, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson, Ísak Snær Þorvaldsson, Viktor Karl Einarsson, Gísli Eyjólfsson, Dagur Dan Þórhallsson, Anton Logi Lúðvíksson, Kristinn Steindórsson.