Íslenski boltinn

FH vill fá hægri bak­vörð Kefla­víkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gæti Ástbjörn verið á leið í Hafnafjörðinn?
Gæti Ástbjörn verið á leið í Hafnafjörðinn? Vísir/Hulda Margrét

FH vantar hægri bakvörð eftir að Hörður Ingi Gunnarsson var seldur til Sogndal í Noregi. Hafnfirðingar horfa til Keflavíkur í leit að leikmanni til að fylla skarð Harðar Inga.

Samkvæmt heimildum Fótbolti.net hefur Keflavík hafnaði nokkrum tilboðum FH í hinn fjölhæfa Ástbjörn Þórðarson. Sá er 22 ára gamall og uppalinn í KR en hann verður samningslaus að tímabilinu loknu.

Sjá FH-ingar sér leik á borði og telja að Keflavík gæti verið líklegt til að selja hann fyrir rétta upphæð.

Ástbjörn er einkar fjölhæfur leikmaður og hefur til að mynda leyst báðar bakvarðarstöðurnar, miðvörð sem og sitt hvorn vænginn á ferli sínum.

Ástbjörn gekk í raðir Keflavíkur fyrir síðasta tímabil og lék alla 22 deildarleiki liðsins. Alls á hann að baki 83 leiki í deild og bikar hér á landi fyrir KR, Gróttu, Víking Ólafsvík, ÍA og Keflavík.

FH ætlar sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 6. sæti Pepsi Max deildar karla. Keflavík endaði í 10. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×