Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Atli Ísleifsson skrifar 14. febrúar 2022 13:10 Frá björgunaraðgerðum í Ölfusvatnsvík í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“ Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Frá þessu segir í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á vef lögreglunnar. Enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB af botni Ölfusvatnsvíkur en ákveðið var að hætta aðgerðum síðastliðinn föstudag vegna íss sem lagði á vatninu jafnharðan og torveldaði allar aðgerðir. Viðbraðsaðilum tókst að koma líkum hinna fjögurra sem létust af botni vatnsins á fimmtudaginn. Lögregla greinir frá framvindu björgunaraðgerðanna í færslunni þar sem segir að lykillinn að því að vélin og síðan lík þeirra sem voru um borð hafi fundist hafi verið skönnun sem hafi farið fram með fjölgeislamæli á Gavia kafbáti frá fyrirtækinu Teledyne. Þá hafi verið notaður fjölgeislamælir á bát frá Sjótækni en sá bátur hafði auk kafbátsins verið notaður við leit að flugvélinni. „Kafarar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu og Sérsveitar ríkislögreglustjóra ásamt starfsmönnum Köfunarþjónustunnar ehf sem var með pramma fyrir þá að athafna sig frá sáu um að lyfta líkunum frá botni með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins og færa í hendur kafara sem komu þeim fyrir í segli og þau síðan hífð um borð í bát sem flutti í land. Öllum aðgerðum var streymt á skjá í stjórnstöðvarbíl Landsbjargar á vatnsbakkanum en þaðan fór fram formleg stýring aðgerðanna. Þar höfðu rannsóknarlögreglumenn lögreglunnar á Suðurlandi og fulltrúi Rannsóknarnefndar samgönguslysa yfirsýn yfir aðgerðir og skráning þeirra var framkvæmd þar. Til að aðgerðin gæti gengið þurfti stöðugt að sigla bátum um víkina til að varna því að lagnaðarís myndaðist á henni. Ráðgert hafði verið að kafa alveg niður á botn eftir líkunum og búa þau þar undir flutning þannig að tryggt væri að munir sem þau hefðu meðferðis og hefðu sönnunargildi glötuðust ekki. Við þær aðstæður sem þarna voru þótti það ekki réttlætanlegt og því var gripið til þessa ráðs,“ segir í færslunni. Engin leið að telja alla upp Þá segir að samstarf allra aðila við þessa aðgerð, sem og leitina alla hafi verið til fyrirmyndar. „Lögreglustjórinn á Suðurlandi vill nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum, sem að komu, þeirra aðkomu, stóra sem smáa. Engin leið er að telja þá alla hér upp, slíkur er fjöldinn.“
Lögreglumál Flugslys við Þingvallavatn Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Sjá meira
Búið að bera kennsl á þá fjóra sem voru í Þingvallavatni Þingvallavatn hefur lagt á ný og þykktin á ísnum gæti reynst slík að fresta þurfi því að ná flugvélinni TF ABB af botni vatnsins. Þeir fjórir sem voru í vélinni náðust á land í gær og hafa aðstanendur borið kennsl á þá látnu. 11. febrúar 2022 10:39