Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2022 19:50 Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans. Hann er einn þeirra sem boðaður hefur verið í yfirheyrslu vegna umfjöllunar Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeild Samherja.“ Vísir/Egill Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ „Fyrstu viðbrögð voru auðvitað bara undrun,“ segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Hann hefur, ásamt Arnari Þór Ingólfssyni, blaðamanni á Kjarnanum, og Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunarinnar. Við yfirheyrsluna munu allir þrír hljóta réttarstöðu sakbornings en rannsóknarlögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslur. Þórður kveðst sérstaklega undandi á málinu þar sem sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífs. „Sem þýðir þá að í þessu tilfelli er lögregluembætti að taka það til rannsóknar að blaðamenn hafi unnið úr gögnum og skrifað fréttir úr þeim gögnum. Fréttir sem enginn hefur rengt að séu sannar og réttar. Og ég held að fáir ætli að reyna að halda því fram að þessar fréttir hafi ekki átt erindi við almenning, í ljósi þeirra viðbragða sem urðu í kjölfar fréttaflutningsins,“ segir Þórður. Hann bendir á mikil viðbrögð vítt og breitt um samfélagið eftir að fjallað var um að hin svokallaða „skæruliðadeild Samherja“ hefði beitt sér gegn blaðamönnum með margvíslegum hætti, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra og jafnvel vanhæfa þá til þess að fjalla um málefni Samherja. Í hópi þeirra sem fordæmt hefðu athæfið væru ráðherrar og innlend sem erlend samtök. „Á endanum leiddi þessi fréttaflutningur til þess að Samherji baðst afsökunar á þessu athæfi sínu og öðru, og viðurkenndi að þeir hefðu gengið of langt,“ segir Þórður. Telur málið tengjast meintum stuldi á gögnum frá skipstjóra Samherja Þórður Snær segist telja grafalvarlegt að lögregluembætti telji tækt að eltast við blaðamenn fyrir að skrifa fréttir upp úr gögnum sem eigi erindi við almenning. Hann viti ekki um nein fordæmi fyrir slíku hér á landi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þórður hefur fengið um málið varða meint brot við 228. grein og 229. grein almennra hegningarlaga, sem snúa að friðhelgi einkalífs. Í lögunum kemur fram að ákvæðin eigi ekki við þegar háttsemin sem þau taka á er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Aðspurður segist Þórður telja rannsóknina tengjast skipstjóranum Páli Steingrímssyni. Þegar umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar birtist kom fram í yfirlýsingu frá lögmanni Samherja að umræddum gögnum hefði verið stolið af tölvu og síma Páls og að málið hefði verið kært til lögreglu. „Ég veit ekkert um þennan gagnastuld, en það er sennilega ekki verið að gefa okkur að sök að hafa komið að honum með einhverjum hætti. Það er auðvitað hans réttur, hann má kæra það sem hann vill til lögreglu. En það er annað og alvarlega mál þegar lögreglan tekur upp á því að gefa blaðamönnum réttarstöðu sakbornings fyrir það eitt að skrifa fréttir.“ Eitt að eltast við ritstjórann Þórður segir að hann og Arnar Þór hafi þegar sett sig í samband við Blaðamannafélag Íslands og ráðfært sig við lögmenn sína. Hann telur þá fjarstæðukennt að Arnar Þór fái stöðu sakbornings í málinu. „Það er eitt gagnvart mér, sem er ritstjóri og ber ritstjórnarlega ábyrgð og tek ákvarðanir um það hvað fer í umfjöllun og hvað ekki. Það að fara á eftir blaðamanni sem var einfaldlega að vinna vinnuna sína, það er auðvitað bara annað og enn verra.“ Næstu skref segir Þórður að verði einfaldlega að fara yfir málið með lögmönnum sínum og undirbúa hvernig brugðist verði við málinu. Uppfært klukkan 20:07: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa hér. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð voru auðvitað bara undrun,“ segir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans. Hann hefur, ásamt Arnari Þór Ingólfssyni, blaðamanni á Kjarnanum, og Aðalsteini Kjartanssyni, blaðamanni Stundarinnar, verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna umfjöllunarinnar. Við yfirheyrsluna munu allir þrír hljóta réttarstöðu sakbornings en rannsóknarlögreglumaður að norðan verður sendur til Reykjavíkur til þess að annast yfirheyrslur. Þórður kveðst sérstaklega undandi á málinu þar sem sakarefnið sé brot á ákvæðum laga um friðhelgi einkalífs. „Sem þýðir þá að í þessu tilfelli er lögregluembætti að taka það til rannsóknar að blaðamenn hafi unnið úr gögnum og skrifað fréttir úr þeim gögnum. Fréttir sem enginn hefur rengt að séu sannar og réttar. Og ég held að fáir ætli að reyna að halda því fram að þessar fréttir hafi ekki átt erindi við almenning, í ljósi þeirra viðbragða sem urðu í kjölfar fréttaflutningsins,“ segir Þórður. Hann bendir á mikil viðbrögð vítt og breitt um samfélagið eftir að fjallað var um að hin svokallaða „skæruliðadeild Samherja“ hefði beitt sér gegn blaðamönnum með margvíslegum hætti, í þeim tilgangi að draga úr trúverðugleika þeirra og jafnvel vanhæfa þá til þess að fjalla um málefni Samherja. Í hópi þeirra sem fordæmt hefðu athæfið væru ráðherrar og innlend sem erlend samtök. „Á endanum leiddi þessi fréttaflutningur til þess að Samherji baðst afsökunar á þessu athæfi sínu og öðru, og viðurkenndi að þeir hefðu gengið of langt,“ segir Þórður. Telur málið tengjast meintum stuldi á gögnum frá skipstjóra Samherja Þórður Snær segist telja grafalvarlegt að lögregluembætti telji tækt að eltast við blaðamenn fyrir að skrifa fréttir upp úr gögnum sem eigi erindi við almenning. Hann viti ekki um nein fordæmi fyrir slíku hér á landi. Samkvæmt þeim upplýsingum sem Þórður hefur fengið um málið varða meint brot við 228. grein og 229. grein almennra hegningarlaga, sem snúa að friðhelgi einkalífs. Í lögunum kemur fram að ákvæðin eigi ekki við þegar háttsemin sem þau taka á er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Aðspurður segist Þórður telja rannsóknina tengjast skipstjóranum Páli Steingrímssyni. Þegar umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar birtist kom fram í yfirlýsingu frá lögmanni Samherja að umræddum gögnum hefði verið stolið af tölvu og síma Páls og að málið hefði verið kært til lögreglu. „Ég veit ekkert um þennan gagnastuld, en það er sennilega ekki verið að gefa okkur að sök að hafa komið að honum með einhverjum hætti. Það er auðvitað hans réttur, hann má kæra það sem hann vill til lögreglu. En það er annað og alvarlega mál þegar lögreglan tekur upp á því að gefa blaðamönnum réttarstöðu sakbornings fyrir það eitt að skrifa fréttir.“ Eitt að eltast við ritstjórann Þórður segir að hann og Arnar Þór hafi þegar sett sig í samband við Blaðamannafélag Íslands og ráðfært sig við lögmenn sína. Hann telur þá fjarstæðukennt að Arnar Þór fái stöðu sakbornings í málinu. „Það er eitt gagnvart mér, sem er ritstjóri og ber ritstjórnarlega ábyrgð og tek ákvarðanir um það hvað fer í umfjöllun og hvað ekki. Það að fara á eftir blaðamanni sem var einfaldlega að vinna vinnuna sína, það er auðvitað bara annað og enn verra.“ Næstu skref segir Þórður að verði einfaldlega að fara yfir málið með lögmönnum sínum og undirbúa hvernig brugðist verði við málinu. Uppfært klukkan 20:07: Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Hana má lesa hér.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30 Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43 „Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28 „Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Sjá meira
Hver er að biðja hvern afsökunar á hverju? Starfsmenn Ríkisútvarpsins fagna afsökunarbeiðni frá Samherjamönnum en eru hugsi; vita ekki alveg hvernig ber að skilja afsökunarbeiðnina sem sögð er úr hófi fram loðin. 31. maí 2021 11:30
Samherji biðst afsökunar „Stjórnendur Samherja hafa brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vill Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.“ 30. maí 2021 11:43
„Skæruliðadeild“ Samherja reyndi að hafa áhrif á formannskjör BÍ Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega. 22. maí 2021 13:28
„Skæruliðadeild“ Samherja skipti sér af prófkjöri Sjálfstæðisflokksins Svokölluð skæruliðadeild Samherja reyndi að hafa áhrif á niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. 23. maí 2021 15:00