Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2022 12:00 Þungavigtin Það styttist óðum í að Íslandsmótið í knattspyrnu hefjist en það hefst strax um páskana í ár. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu leikmannahóp Valsmanna sem er svakalega sterkur á blaði. Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira
Valsmenn enduðu bara í fimmta sæti í titilvörn sinni í fyrra og þetta var versti árangur liðs undir stjórn Heimis Guðjónssonar. Það er óhætt að segja að Valsmenn hafi farið grimmt inn á leikmannamarkaðinn til að styrkja sitt lið fyrir næsta sumar. Rikki G fer yfir fótboltalandslagið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Valsmenn hafa meðal annars fengið til sín tvo fyrrum landsliðsmenn úr atvinnumennsku og báðir eru þeir enn á besta aldri. Þetta eru framherjinn Aron Jóhannsson og miðvörðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson. Klippa: Þungavigtin: Er hópurinn hjá Val sá besti á pappír í sögu efstu deildar karla? „Ég var aðeins að renna yfir Valsliðið í gær og þar vantaði þessa nýju menn sem eru ekki komnir með leikheimild. Hefur einhvern tímann verið svona sterkt lið á pappírnum í íslenskum fótbolta frá upphafi,“ spurði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég er ekki viss en pappír hefur aldrei unnið neitt,“ sagði Mikael Nikulásson en bætti svo við: „Kannski KR 1994 þegar Gaui Þórðar tók við og þeir enduðu í fimmta sæti,“ sagði Mikael. „FH-liðið 2005,“ skaut Ríkharð inn í en það lið bætti atvinnumönnunum Tryggva Guðmundssyni og Auðunni Helgasyni við Íslandsmeistaralið sitt. „Ég held að KR-liðið 1994 hafi á pappírnum verið best mannaða lið sem hefur verið hér á Íslandi. Við unnum bikarinn og það var sterkt. Unnum Grindavík þar sem var í næstefstu deild. Fimmta sæti í deildinni af tíu liðum er ævintýralega slakur árangur og ég er búinn að segja það oft við Gaua,“ sagði Mikael. „Það var rosalegt lið ef þið kíkið á það,“ sagði Mikael. Eyjamaðurinn Tryggvi Guðmundsson var einn af þeim sem KR náði í fyrir það tímabil en í liðinu voru einnig Rúnar Kristinsson, Heimir Guðjónsson, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson sem eru allir þjálfarar í deildinni í dag. „Þetta Valslið er komið með ansi mikla breidd. Það verður að segja alveg eins og er. Ég hitti einmitt Heimi Guðjónsson á laugardaginn og hann var skellihlæjandi,“ sagði Mikael. „Ég skil það vel,“ sagði Ríkharð. „Þið Stjáni voruð aðeins að tala um þetta á föstudaginn hvað Hólmar væri með há laun. En af hverju er ég búinn að lesa um það alla helgina hversu há laun hann er með. Hvaða máli skiptir það,“ spurði Mikael. Það má hlusta á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má síðan nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Sjá meira